Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 14. apríl 2024 22:23
Elvar Geir Magnússon
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Olgeir Sigurgeirsson.
Olgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olgeir Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari Fylkis stýrði liðinu í kvöld á meðan Rúnar Páll Sigmundsson var í stúkunni vegna leikbanns. Fylkismenn sýndu mikla baráttu og karakter gegn Val og hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Mér fannst við koma af miklum krafti inn í leikinn, klúðrum víti, fengum fullt af góðum færum og góðum upphlaupum. Ég er bara svekktur yfir því að hafa ekki unnið leikinn," segir Olgeir í viðtali við Sæbjörn Steinke.

Miðvörðurinn Orri Sveinn Stefánsson klúðraði vítaspyrnu á 42. mínútu en það kom mörgum á óvart að sjá hann fara á punktinn. Benedikt Daríus Garðarsson er vítaskytta númer eitt hjá Fylki en hann var ekki með í kvöld.

„Orri er mjög sparkviss og ég var bara mjög hissa á því að hann hefði ekki skorað. Þetta var bara mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út."

Hvernig fannst honum frammistaða liðsins?

„Frammistaða liðsins var frábær og er búin að vera það í báðum leikjunum. Eina sem svíður er að þessar frammistöður hafa bara skilað einu stigi. Við erum sáttir við frammistöðuna en ekki stigafjöldann."

Hann segist ánægður með hvernig Fylkisliðinu tókst að takmarka þau færi sem Valur fékk og hrósar markverðinum, Ólafi Kristófer Helgasyni sem átti mjög góðan leik.

„Óli er bara frábær markvörður og hann er ekki að koma okkur neitt á óvart," segir Olgeir.

Hann segir að Benedikt Daríus hafi fengið í lærið á æfingu í vikunni og verði frá í einhvern tíma.

Er Fylkir að skoða eitthvað á markaðnum?

„Nei, það er bara ekki tími til þess. Það þarf að þjálfa þessa stráka, þetta eru strákar á besta aldri og við leggjum mikla vinnu á æfingasvæðinu. Þessir strákar verða bara betri og betri. Leiðin er bara upp á við."

Hvernig var að standa á hliðarlínunni sem aðalþjálfari?

„Það var bara mjög gaman, það er líka mjög gaman að vera með Rúnari. Planið fyrir leik var mjög skýrt," segir Olgeir en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner