Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   sun 14. apríl 2024 22:23
Elvar Geir Magnússon
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Olgeir Sigurgeirsson.
Olgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olgeir Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari Fylkis stýrði liðinu í kvöld á meðan Rúnar Páll Sigmundsson var í stúkunni vegna leikbanns. Fylkismenn sýndu mikla baráttu og karakter gegn Val og hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Mér fannst við koma af miklum krafti inn í leikinn, klúðrum víti, fengum fullt af góðum færum og góðum upphlaupum. Ég er bara svekktur yfir því að hafa ekki unnið leikinn," segir Olgeir í viðtali við Sæbjörn Steinke.

Miðvörðurinn Orri Sveinn Stefánsson klúðraði vítaspyrnu á 42. mínútu en það kom mörgum á óvart að sjá hann fara á punktinn. Benedikt Daríus Garðarsson er vítaskytta númer eitt hjá Fylki en hann var ekki með í kvöld.

„Orri er mjög sparkviss og ég var bara mjög hissa á því að hann hefði ekki skorað. Þetta var bara mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út."

Hvernig fannst honum frammistaða liðsins?

„Frammistaða liðsins var frábær og er búin að vera það í báðum leikjunum. Eina sem svíður er að þessar frammistöður hafa bara skilað einu stigi. Við erum sáttir við frammistöðuna en ekki stigafjöldann."

Hann segist ánægður með hvernig Fylkisliðinu tókst að takmarka þau færi sem Valur fékk og hrósar markverðinum, Ólafi Kristófer Helgasyni sem átti mjög góðan leik.

„Óli er bara frábær markvörður og hann er ekki að koma okkur neitt á óvart," segir Olgeir.

Hann segir að Benedikt Daríus hafi fengið í lærið á æfingu í vikunni og verði frá í einhvern tíma.

Er Fylkir að skoða eitthvað á markaðnum?

„Nei, það er bara ekki tími til þess. Það þarf að þjálfa þessa stráka, þetta eru strákar á besta aldri og við leggjum mikla vinnu á æfingasvæðinu. Þessir strákar verða bara betri og betri. Leiðin er bara upp á við."

Hvernig var að standa á hliðarlínunni sem aðalþjálfari?

„Það var bara mjög gaman, það er líka mjög gaman að vera með Rúnari. Planið fyrir leik var mjög skýrt," segir Olgeir en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner