Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
Aftur í landsliðinu eftir langa fjarveru - „Þetta voru tvær aðgerðir í einni"
Ingibjörg segir skilið við Duisburg - „Þetta voru frekar langar vikur"
Lífið áfram gott í Lilleström - „Höfum fengið allt eins og venjulega"
Valið kom Kötlu ekki á óvart - „Ég var að bíða eftir þessu símtali"
Útskýrir af hverju hún valdi Ísland - „Brosti bara í bílnum"
Borgaði sjálfur fyrir Airbnb á Íslandi - „Það endaði með samningi"
Nokkrum kílóum léttari eftir langþráðan sigur - „Þá er bara spurning hvort við séum menn eða mýs“
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Rúnar Páll: Öll lið þurfa svoleiðis leikmenn
Hemmi Hreiðars: Ekkert mikið meira sem við getum gert
Gunnar Heiðar: Sérstakt að mæta vinum mínum
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Haddi: Sanngjarn stór sigur hjá Stjörnunni
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
14 ára spilar sinn fyrsta leik „Takk Jökull fyrir tækifærið"
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
   sun 14. apríl 2024 22:23
Elvar Geir Magnússon
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Olgeir Sigurgeirsson.
Olgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olgeir Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari Fylkis stýrði liðinu í kvöld á meðan Rúnar Páll Sigmundsson var í stúkunni vegna leikbanns. Fylkismenn sýndu mikla baráttu og karakter gegn Val og hefðu hæglega getað tekið öll stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  0 Valur

„Mér fannst við koma af miklum krafti inn í leikinn, klúðrum víti, fengum fullt af góðum færum og góðum upphlaupum. Ég er bara svekktur yfir því að hafa ekki unnið leikinn," segir Olgeir í viðtali við Sæbjörn Steinke.

Miðvörðurinn Orri Sveinn Stefánsson klúðraði vítaspyrnu á 42. mínútu en það kom mörgum á óvart að sjá hann fara á punktinn. Benedikt Daríus Garðarsson er vítaskytta númer eitt hjá Fylki en hann var ekki með í kvöld.

„Orri er mjög sparkviss og ég var bara mjög hissa á því að hann hefði ekki skorað. Þetta var bara mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út."

Hvernig fannst honum frammistaða liðsins?

„Frammistaða liðsins var frábær og er búin að vera það í báðum leikjunum. Eina sem svíður er að þessar frammistöður hafa bara skilað einu stigi. Við erum sáttir við frammistöðuna en ekki stigafjöldann."

Hann segist ánægður með hvernig Fylkisliðinu tókst að takmarka þau færi sem Valur fékk og hrósar markverðinum, Ólafi Kristófer Helgasyni sem átti mjög góðan leik.

„Óli er bara frábær markvörður og hann er ekki að koma okkur neitt á óvart," segir Olgeir.

Hann segir að Benedikt Daríus hafi fengið í lærið á æfingu í vikunni og verði frá í einhvern tíma.

Er Fylkir að skoða eitthvað á markaðnum?

„Nei, það er bara ekki tími til þess. Það þarf að þjálfa þessa stráka, þetta eru strákar á besta aldri og við leggjum mikla vinnu á æfingasvæðinu. Þessir strákar verða bara betri og betri. Leiðin er bara upp á við."

Hvernig var að standa á hliðarlínunni sem aðalþjálfari?

„Það var bara mjög gaman, það er líka mjög gaman að vera með Rúnari. Planið fyrir leik var mjög skýrt," segir Olgeir en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner