Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 14. maí 2019 11:30
Elvar Geir Magnússon
Deschamps talinn líklegastur sem næsti stjóri Juve
Didier Deschamps.
Didier Deschamps.
Mynd: Getty Images
Tuttosport á Ítalíu segir að Didier Deschamps sé líklegastur til að verða næsti stjóri Juventus.

Deschamps lék með Juventus þegar liðið vann Meistaradeildina 1996 og þá stýrði hann liðinu aftur í ítölsku A-deildina fyrir tólf árum.

Deschamps lék 173 leiki fyrir Juventus á sínum tíma.

Sem þjálfari hefur hann unnið franska meistaratitill með Mónakó og Marseille.

Hann er núverandi landsliðsþjálfari Frakklands og gerði Frakka að heimsmeisturum á síðasta ári.

Juventus hefur unnið átta Ítalíumeistaratitla í röð en sögusagnir eru í gangi um að Massimiliano Allegri sé á förum. Allegri fundaði með forseta Juventus, Andrea Agnelli, í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner