þri 14. maí 2019 08:51
Arnar Daði Arnarsson
Guðmundur Andri lánaður í Víking (Staðfest)
Guðmundur Andri er kominn í rautt og svart.
Guðmundur Andri er kominn í rautt og svart.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Knattspyrnudeild Víkings hefur komist að samkomulagi við IK Start í Noregi um að framherjinn Guðmundur Andri Tryggvason komi til félagsins á láni út tímabilið.

Guðmundur Andri er fæddur 1999 og á að baki 26 leiki fyrir U21, U19 og U17 ára landslið Íslands. Hann spilaði með meistaraflokki KR á árunum 2015-2017 og spilaði alls 22 leiki og skoraði 2 mörk fyrir félagið.

Víkingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir í Pepsi Max-deildinni en þeir mæta Stjörnunni á miðvikudag.

Víkingur R. er einnig að reyna fá Helga Guðjónsson leikmann Fram til sín áður en félagaskiptaglugginn lokar á miðvikudaginn. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings í samtali við Fótbolta.net í gær.

„Vonandi náum við að klára það fyrir lok gluggans. Ef ekki, þá reynum við að fá hann aftur í júlí og ef það gengur ekki heldur þá reynum við hann aftur í haust. Vegna þess að við viljum fá hann til okkar," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner