þri 14. maí 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Palermo dæmt niður í Serie C
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Palermo hefur verið dæmt niður í C-deildina vegna fjárlagabrota í ítölsku B-deildinni.

Maurizio Zamparini, fyrrum eigandi Palermo, er ásakaður um hafa notað félagið til að stunda peningaþvætti. Nýir eigendur ætla að áfrýja þessari ákvörðun.

Palermo átti gott tímabil og endaði í þriðja sæti deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í umspilinu um að komast upp í Serie A.

Perugia tekur sæti Palermo í umspilinu og þá bjargar Venezia sér frá falli því Palermo fer niður í staðinn.

Þetta er aðeins tímabundin ákvörðun og gæti henni verið breytt á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner