
„Mér er hálf óglatt, þetta er bara viðbjóður. Ég er orðlaus því miður," sagði Orri Freyr Hjaltalín þjálfari Þórs eftir 2 - 1 tap gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í Lengjudeildinni í dag en sigurmark ÍBV kom í uppbótartíma.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 1 Þór
„Við spiluðum langstærstan hluta leiksins nokkuð vel og annan leikinn í röð lendum við í að vera fleiri inni á vellinum. Í stað þess að gefa aðeins í og sækja sigurinn erum við að fá á okkur mark og það er gjörsamlega óásættanlegt."
Alvaro Montejo tilkynnti í vikunni að hann ætli að yfirgefa Þór í sumar og fara til Spánar, eru þessi tíðindi að trufla liðið?
„Nei nei, við sækjum okkur styrkingu í staðinn, þetta á ekki að hafa nein áhrif og mér fannst það ekki á liðinu í dag. Við vorum sprækir og spiluðum vel þangað til í blálokin þar sem við vorum eins og draugar inni á vellinum."
Nánar er rætt við Orra í spilaranum að ofan.
Athugasemdir