City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   mán 14. júní 2021 20:37
Sverrir Örn Einarsson
Orri Hjaltalín: Þetta var viðbjóður
Lengjudeildin
Mynd: Þór
„Mér er hálf óglatt, þetta er bara viðbjóður. Ég er orðlaus því miður," sagði Orri Freyr Hjaltalín þjálfari Þórs eftir 2 - 1 tap gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í Lengjudeildinni í dag en sigurmark ÍBV kom í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Þór

„Við spiluðum langstærstan hluta leiksins nokkuð vel og annan leikinn í röð lendum við í að vera fleiri inni á vellinum. Í stað þess að gefa aðeins í og sækja sigurinn erum við að fá á okkur mark og það er gjörsamlega óásættanlegt."

Alvaro Montejo tilkynnti í vikunni að hann ætli að yfirgefa Þór í sumar og fara til Spánar, eru þessi tíðindi að trufla liðið?

„Nei nei, við sækjum okkur styrkingu í staðinn, þetta á ekki að hafa nein áhrif og mér fannst það ekki á liðinu í dag. Við vorum sprækir og spiluðum vel þangað til í blálokin þar sem við vorum eins og draugar inni á vellinum."

Nánar er rætt við Orra í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner