Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 14. júlí 2019 19:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aci og Ljuba: Höldum að Alexander Már sé ekki par sáttur
Aksentije Milisic í sínum síðasta byrjunarleik fyrir leikinn í kvöld. Hann byrjaði síðast gegn Magna í Mjólkurbikarnum í apríl.
Aksentije Milisic í sínum síðasta byrjunarleik fyrir leikinn í kvöld. Hann byrjaði síðast gegn Magna í Mjólkurbikarnum í apríl.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ljubomir Delic í baráttunni við Kristinn Þór Rósbergsson í leik KF gegn Magna í Mjólkurbikarnum.
Ljubomir Delic í baráttunni við Kristinn Þór Rósbergsson í leik KF gegn Magna í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF vann í dag góðan 2-0 heimasigur á Augnablik í 3. deild karla. Bæði mörk KF skoraði Ljubomir Delic. Það fyrra kom eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu og það seinna eftir fallega fyrirgjöf sem Ljuba skallaði í fjærhornið.

KF hefði getað bætt við fleiri mörkum í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki.

Aksentije Milisic, Aci, var aftur kominn í byrjunarlið KF eftir að hafa glímt við meiðsli síðan í apríl. Aci spilaði fyrsta klukkutímann eða svo í dag og var sáttur með að vera loksins kominn til baka.

„Mjög feginn að vera kominn til baka. Svekkjandi að vera búinn að æfa eins og svín í allan vetur og meiðast svo í bikarleik fyrir deild," sagði Aci eftir leik.

„Ég er mjög sáttur með sigurinn. Þetta er vígi hérna á Ólafsfirði þó okkur hafi ekki tekist að vinna hér í síðustu tveimur leikjum."

Ljubomir Delic, serbneskur leikmaður á mála hjá KF, var á sama tíma tekinn í viðtal. Þar sem serbnesku kunnáttta fréttaritarans er ekki upp á marga fiska nýtti hann sér kunnáttu Aci í serbnesku og var Aci því nýttur sem túlkur.

Ljubo var spurður út í leikinn og sérstakt atvik í leiknum þegar Alexander Már Þorláksson skoraði eftir að dómari leiksins flautaði aukaspyrnu þegar mögulega hefði mátt láta leikinn halda áfram.

„Við ætluðum að keyra á þá út á köntunum og ég er sáttur með mörkin sem ég skoraði," sagði Ljuba.

„Við erum báðir sammála um að dómarinn gerði mistök. Dómarinn dæmdi leikinn vel en þarna hefði hann getað gert betur. Við höldum að Alexander Már sé ekki sáttur inn í klefa," sögðu Aci og Ljuba.

Aci tjáði sig að lokum um toppbaráttuna sem er mjög spennandi. KF situr í öðru sæti og segir Aci baráttuna vera á milli efstu fjögurra liðanna, Kórdrengja, KF, KV og Vængja Júpíters.

Nánar er rætt við Aksentije og Ljubomir í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir