Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 14. júlí 2019 19:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aci og Ljuba: Höldum að Alexander Már sé ekki par sáttur
Aksentije Milisic í sínum síðasta byrjunarleik fyrir leikinn í kvöld. Hann byrjaði síðast gegn Magna í Mjólkurbikarnum í apríl.
Aksentije Milisic í sínum síðasta byrjunarleik fyrir leikinn í kvöld. Hann byrjaði síðast gegn Magna í Mjólkurbikarnum í apríl.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ljubomir Delic í baráttunni við Kristinn Þór Rósbergsson í leik KF gegn Magna í Mjólkurbikarnum.
Ljubomir Delic í baráttunni við Kristinn Þór Rósbergsson í leik KF gegn Magna í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF vann í dag góðan 2-0 heimasigur á Augnablik í 3. deild karla. Bæði mörk KF skoraði Ljubomir Delic. Það fyrra kom eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu og það seinna eftir fallega fyrirgjöf sem Ljuba skallaði í fjærhornið.

KF hefði getað bætt við fleiri mörkum í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki.

Aksentije Milisic, Aci, var aftur kominn í byrjunarlið KF eftir að hafa glímt við meiðsli síðan í apríl. Aci spilaði fyrsta klukkutímann eða svo í dag og var sáttur með að vera loksins kominn til baka.

„Mjög feginn að vera kominn til baka. Svekkjandi að vera búinn að æfa eins og svín í allan vetur og meiðast svo í bikarleik fyrir deild," sagði Aci eftir leik.

„Ég er mjög sáttur með sigurinn. Þetta er vígi hérna á Ólafsfirði þó okkur hafi ekki tekist að vinna hér í síðustu tveimur leikjum."

Ljubomir Delic, serbneskur leikmaður á mála hjá KF, var á sama tíma tekinn í viðtal. Þar sem serbnesku kunnáttta fréttaritarans er ekki upp á marga fiska nýtti hann sér kunnáttu Aci í serbnesku og var Aci því nýttur sem túlkur.

Ljubo var spurður út í leikinn og sérstakt atvik í leiknum þegar Alexander Már Þorláksson skoraði eftir að dómari leiksins flautaði aukaspyrnu þegar mögulega hefði mátt láta leikinn halda áfram.

„Við ætluðum að keyra á þá út á köntunum og ég er sáttur með mörkin sem ég skoraði," sagði Ljuba.

„Við erum báðir sammála um að dómarinn gerði mistök. Dómarinn dæmdi leikinn vel en þarna hefði hann getað gert betur. Við höldum að Alexander Már sé ekki sáttur inn í klefa," sögðu Aci og Ljuba.

Aci tjáði sig að lokum um toppbaráttuna sem er mjög spennandi. KF situr í öðru sæti og segir Aci baráttuna vera á milli efstu fjögurra liðanna, Kórdrengja, KF, KV og Vængja Júpíters.

Nánar er rætt við Aksentije og Ljubomir í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner