Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 14. júlí 2019 19:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aci og Ljuba: Höldum að Alexander Már sé ekki par sáttur
Aksentije Milisic í sínum síðasta byrjunarleik fyrir leikinn í kvöld. Hann byrjaði síðast gegn Magna í Mjólkurbikarnum í apríl.
Aksentije Milisic í sínum síðasta byrjunarleik fyrir leikinn í kvöld. Hann byrjaði síðast gegn Magna í Mjólkurbikarnum í apríl.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ljubomir Delic í baráttunni við Kristinn Þór Rósbergsson í leik KF gegn Magna í Mjólkurbikarnum.
Ljubomir Delic í baráttunni við Kristinn Þór Rósbergsson í leik KF gegn Magna í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF vann í dag góðan 2-0 heimasigur á Augnablik í 3. deild karla. Bæði mörk KF skoraði Ljubomir Delic. Það fyrra kom eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu og það seinna eftir fallega fyrirgjöf sem Ljuba skallaði í fjærhornið.

KF hefði getað bætt við fleiri mörkum í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki.

Aksentije Milisic, Aci, var aftur kominn í byrjunarlið KF eftir að hafa glímt við meiðsli síðan í apríl. Aci spilaði fyrsta klukkutímann eða svo í dag og var sáttur með að vera loksins kominn til baka.

„Mjög feginn að vera kominn til baka. Svekkjandi að vera búinn að æfa eins og svín í allan vetur og meiðast svo í bikarleik fyrir deild," sagði Aci eftir leik.

„Ég er mjög sáttur með sigurinn. Þetta er vígi hérna á Ólafsfirði þó okkur hafi ekki tekist að vinna hér í síðustu tveimur leikjum."

Ljubomir Delic, serbneskur leikmaður á mála hjá KF, var á sama tíma tekinn í viðtal. Þar sem serbnesku kunnáttta fréttaritarans er ekki upp á marga fiska nýtti hann sér kunnáttu Aci í serbnesku og var Aci því nýttur sem túlkur.

Ljubo var spurður út í leikinn og sérstakt atvik í leiknum þegar Alexander Már Þorláksson skoraði eftir að dómari leiksins flautaði aukaspyrnu þegar mögulega hefði mátt láta leikinn halda áfram.

„Við ætluðum að keyra á þá út á köntunum og ég er sáttur með mörkin sem ég skoraði," sagði Ljuba.

„Við erum báðir sammála um að dómarinn gerði mistök. Dómarinn dæmdi leikinn vel en þarna hefði hann getað gert betur. Við höldum að Alexander Már sé ekki sáttur inn í klefa," sögðu Aci og Ljuba.

Aci tjáði sig að lokum um toppbaráttuna sem er mjög spennandi. KF situr í öðru sæti og segir Aci baráttuna vera á milli efstu fjögurra liðanna, Kórdrengja, KF, KV og Vængja Júpíters.

Nánar er rætt við Aksentije og Ljubomir í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner