Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. júlí 2019 21:45
Arnar Helgi Magnússon
Þjálfari Bologna greinist með hvítblæði - „Ég er ekki hræddur"
Mynd: Getty Images
Sinisa Mihajlovic, þjálfari ítalska liðsins Bologna, hefur greinst með hvítblæði. Þetta staðfesti hann sjálfur á blaðamannafundi um helgina.

Hann mun hefja lyfjameðferð á morgun, þriðjudag, en samhliða því mun hann halda áfram þjálfun ítalska liðsins.

„Ég hef grátið mikið síðan þetta kom í ljós og ég segi þetta með tárin í augunum, en ég er ekki hræddur!"

„Ég get ekki beðið eftir því að byrja meðferðina og sigrast á þessu. Ég er búinn að upplýsa leikmennina um þetta og ég ætla að sigra þennan leik, rétt eins og ég hef kennt þeim að gera inni á vellinum," segir Mihajlovic.

Sinisa Mihajlovic tók við Bologna í ársbyrjun og vann liðið rúmlega helming leikjanna sem að hann stýrði.

„Ég er þakklátur öllum sem að starfa í kringum félagið, ég finn fyrir ykkar styrk. Ég er tilbúinn í slag," sagði Sinisa að lokum.
Athugasemdir
banner
banner