Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mið 14. júlí 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stóri Dunc og Paco de Miguel aðstoða Benítez
Duncan Ferguson
Duncan Ferguson
Mynd: Getty Images
Rafa Benítez hefur tilkynnt hverjir munu aðstoða hann við stjórastarf sitt hjá Everton.

Það eru þeir Francisco de Miguel Moreno og Duncan Ferguson. Antonio Gomez verður þá í teyminu.

Francisco, eða Paco eins og hann er oftast kallaður, var aðstoðarmaður Benítez hjá Newcastle og er einnig menntaður fitness þjálfari. Benítez sagði þegar hann var hjá Newcastle að Paco stýrði æfingum liðsins og fylgdist með álaginu sem væri á leikmönnum.

Duncan Ferguson kom fyrst inn í þjálfarateymið hjá Everton árið 2014 en hann var áður leikmaður liðsins um árabil. Árið 2019 tók hann við sem bráðabirgðarstjóri þegar Marco Silva var látinn fara. Duncan var í kjölfarið ráðinn aðstoðarmaður Carlo Ancelotti sem tók við af Silva. 'Big Dunc' eða Stóri Dunc er gælunafn sem festist við Skotann.

Antonio Gomez var aðstoðarmaður Benítez hjá Liverpool, Napoli, Real Madrid, Neewcastle og Dalian Yifang.
Athugasemdir
banner
banner
banner