Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. júlí 2021 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Vanheusden keyptur aftur til Inter (Staðfest)
Vanheusden kostaði metfé á sínum tíma - 12,5 milljónir evra. Það var hæsta verð sem belgískt félag hafði nokkurn tímann greitt fyrir fótboltamann.
Vanheusden kostaði metfé á sínum tíma - 12,5 milljónir evra. Það var hæsta verð sem belgískt félag hafði nokkurn tímann greitt fyrir fótboltamann.
Mynd: Getty Images
Belgíski varnarmaðurinn Zinho Vanheusden er genginn aftur til liðs við Inter í annað sinn á ferlinum.

Vanheusden þótti efnilegasti varnarmaður Belgíu á sínum tíma og var fenginn til Inter frá Standard Liege.

Hann var lykilmaður í unglingaliði Inter en sleit krossband og var lánaður aftur heim. Meðan hann var heima í láni vantaði Inter pening til að standast fjármálaháttvísisreglur FIFA og skikkuðu Ítalirnir kollega sína í Belgíu til að greiða metfé fyrir Vanheusden.

Nú er kominn tími til að borga til baka og festi Inter kaup á belgíska miðverðinum á nýjan leik. Hann er að verða 22 ára síðar í júlí og á einn A-landsleik að baki fyrir Belgíu. Allar líkur eru á að hann verði lánaður til annars félags í Serie A í haust.

Vanheusden bar fyrirliðabandið hjá Standard Liege og er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum sem telja hann geta fest sig í sessi í landsliðsvörn Belga. Hnéð hans er helsta vandamálið en hann meiddist illa í fyrra, í annað sinn á sínum stutta ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner