Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 14. september 2019 15:33
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dortmund fór illa með Leverkusen
Alfreð í sigurliði Augsburg
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund tapaði óvænt fyrir nýliðum Union Berlin fyrir landsleikjahlé og svaraði fyrir sig með góðum sigri á Bayer Leverkusen í dag.

Heimamenn í Dortmund voru minna með boltann en þeir vörðust vel og voru hættulegir í sóknarleiknum. Paco Alcacer virðist ekki geta hætt að skora og gerði eina mark fyrri hálfleiksins eftir fyrirgjöf frá Achraf Hakimi.

Marco Reus er einnig búinn að vera funheitur á upphafi tímabils og tvöfaldaði hann forystuna í upphafi síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Jadon Sancho.

Gestirnir reyndu að minnka muninn en heimamenn refsuðu á lokakaflanum. Sancho lagði annað mark upp, í þetta sinn fyrir Raphael Guerreiro, áður en Reus gerði fjórða og síðasta mark leiksins.

Dortmund er með níu stig eftir fjórar umferðir á meðan Leverkusen situr eftir með sjö stig.

Dortmund 4 - 0 Leverkusen
1-0 Paco Alcacer ('28 )
2-0 Marco Reus ('50 )
3-0 Raphael Guerreiro ('83)
4-0 Marco Reus ('90)

Alfreð Finnbogason lék allan leikinn er Augsburg lagði sterkt lið Eintracht Frankfurt að velli og skóp þannig sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

Alfreð og félagar eru með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Frankfurt er með sex stig.

Augsburg 2 - 1 Frankfurt
1-0 Marco Richter ('35 )
2-0 Florian Niederlechner ('43 )
2-1 Goncalo Paciencia ('73 )

Alassane Plea gerði eina mark leiksins er Borussia Mönchengladbach sigraði Köln og hafði Werder Bremen betur á útivelli gegn nýliðum Union Berlin. Í þeirri viðureign fengu tveir fyrrum leikmenn Dortmund rautt spjald, Neven Subotic í liði Berlin og Nuri Sahin hjá Bremen.

Robin Quaison skoraði þá í sigri Mainz gegn Hertha Berlin.

Köln 0 - 1 Gladbach
0-1 Alassane Plea ('14 )

Union Berlin 1 - 2 Werder Bremen
0-1 Davy Klaassen ('5 , víti)
1-1 Sebastian Andersson ('14 , víti)
1-2 Niclas Fullkrug ('55 )
Rautt spjald: Neven Subotic, Berlin ('89)
Rautt spjald: Nuri Sahin, Bremen ('91)

Mainz 2 - 1 Hertha Berlin
1-0 Robin Quaison ('40 )
1-1 Marko Grujic ('83)
2-1 Jerry St. Juste ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner