Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   sun 14. september 2025 15:34
Brynjar Ingi Erluson
„Við gefumst ekki upp“
Mynd: EPA
Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah var hetja Liverpool í 1-0 sigrinum á Burnley á Turf Moor í dag, en leikurinn var erfið fæðing fyrir gestina.

Leikurinn var einstefna frá A til Ö. Liverpool átti fullt af tilraunum, en mjög fá dauðafæri.

Burnley var nokkrum mínútum frá því að tryggja sér stig eða þangað til Hannibal Mejbri handlék boltann klaufalega í teignum og var það Salah sem tók ábyrgðina á punktinum og skoraði af öryggi.

Hann er nú fjórði markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar með 188 mörk og er þá markahæsta vítaskytta í sögu Liverpool með 35 vítaspyrnumörk.

„Andstæðingurinn var erfiður í dag og við reyndum okkar besta að koma boltanum í netið. Þetta var erfitt en ég er ánægður með að okkur tókst ætlunarverkið.“

„Við erum með nokkra nýja leikmenn í byrjunarliðinu og það tekur tíma að aðlagast. Við reynum okkar besta til að láta þeim líða vel í kerfinu okkar.“

„Við gefumst ekki upp. Við reynum alltaf að ýta okkur að þolmörkum og það er það sem við gerðum í dag,“
sagði Salah.

Liverpool er á toppnum með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir
banner