Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 15:38
Kári Snorrason
Byrjunarlið KR og Víkings: Vatnhamar og Aron Sig snúa aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR fær Víking í heimsókn í lokaumferð Bestu-deildarinnar fyrir tvískiptingu. Leikurinn hefst 16:30 og búið er að opinbera byrjunarliðin.

Lestu um leikinn: KR 0 -  6 Víkingur R.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik.

Fyrirliðinn Aron Sigurðarson snýr aftur í byrjunarliðið eftir að hafa verið utan hóps vegna meiðsla. Ásamt Aroni kemur Ástbjörn Þórðarsson inn í liðið.

Aron Þórður Albertsson og Michael Osei Akoto víkja úr byrjunarliðinu. Akoto og Alexander Rafn fengu báðir heilahristing á æfingu KR nýverið og eru þeir því báðir utan hóps. Eiður Gauti Sæbjörnsson er enn utan hóps KR vegna meiðsla.

Sölvi Geir Ottesen gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í lok ágústmánaðar.

Gunnar Vatnhamar snýr aftur í liðið tveggja mánuða fjarveru vegna meiðsla. Sveinn Gísli Þorkelsson tekur sér þá sæti á bekknum.

Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Finnur Tómas Pálmason
11. Aron Sigurðarson (f)
16. Matthias Præst
19. Amin Cosic
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson
45. Galdur Guðmundsson
77. Orri Hrafn Kjartansson

Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson
19. Óskar Borgþórsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson
Athugasemdir
banner