
Brenna Lovera, fyrrum leikmaður ÍBV og Selfoss, skoraði bæði mörk Brann sem vann Hönefoss 2-0 í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Lovera og Diljá Ýr Zomers voru báðar í byrjunarliðinu hjá Brann, en Diljá fór af velli eftir tæpan klukkutímaleik.
Lovera skoraði mörkin sín með fjögurra mínútna millibili og tryggði sigurinn.
María Þórisdóttir kom inn af bekknum hjá Brann þegar stundarfjórðungur var eftir en hún kom til félagsins frá Marseille á dögunum.
Brann er á toppnum í norsku deildinni með 53 stig, sjö stigum meira en Vålerenga.
Marie Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Molde gegn Fyllingsdalen í B-deildinni í Noregi. Molde er í 4. sæti með 35 stig.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir spilaði þá síðustu mínúturnar í 3-0 tapi gegn Bayern München í þýsku deildinni. Glódís Perla Viggósdóttir er áfram frá keppni hjá Bayern vegna hnémeiðsla, en hún hefur ekki enn spilað leik á tímabilinu. Bayern er á toppnum með 6 stig en Leipzig í 7. sæti með 3 stig eftir tvær umferðir.
Athugasemdir