Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   sun 14. október 2018 11:37
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss
Icelandair
Hörður Björgvin er klár í slaginn.
Hörður Björgvin er klár í slaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Fram kom á fréttamannafundi Erik Hamren í morgun að Emil Hallfreðsson er ekki klár í slaginn fyrir landsleik Íslands gegn Sviss í Þjóðadeildinni á morgun.

Reikna má með mjög svipuðu byrjunarliði hjá Íslandi og í 2-2 leiknum gegn Frakklandi.

Birkir Már Sævarsson er eitthvað tæpur, ef hann verður með gæti varnarlínan verið sú sama og gegn Frakklandi. Birkir í vinstri bakverðinum og Hólmar Örn í þeim hægri.

Ef Birkir getur ekki byrjað kemur Hörður Björgvin Magnússon væntanlega inn í liðið en Erik Hamren sagði á fundinum í morgun að hann væri klár í bátana. Þá væri liðið svona:



Rúnar Alex Rúnarsson hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Hann æfði ekki í gær en er að taka þátt í æfingu sem nú stendur yfir. Fótbolti.net býst við því að Hannes Þór Halldórsson standi í rammanum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner