
Fram kom á fréttamannafundi Erik Hamren í morgun að Emil Hallfreðsson er ekki klár í slaginn fyrir landsleik Íslands gegn Sviss í Þjóðadeildinni á morgun.
Reikna má með mjög svipuðu byrjunarliði hjá Íslandi og í 2-2 leiknum gegn Frakklandi.
Reikna má með mjög svipuðu byrjunarliði hjá Íslandi og í 2-2 leiknum gegn Frakklandi.
Birkir Már Sævarsson er eitthvað tæpur, ef hann verður með gæti varnarlínan verið sú sama og gegn Frakklandi. Birkir í vinstri bakverðinum og Hólmar Örn í þeim hægri.
Ef Birkir getur ekki byrjað kemur Hörður Björgvin Magnússon væntanlega inn í liðið en Erik Hamren sagði á fundinum í morgun að hann væri klár í bátana. Þá væri liðið svona:

Rúnar Alex Rúnarsson hefur verið að glíma við bakmeiðsli. Hann æfði ekki í gær en er að taka þátt í æfingu sem nú stendur yfir. Fótbolti.net býst við því að Hannes Þór Halldórsson standi í rammanum.
Leikurinn gegn Sviss er mikilvægari en margir gera sér grein fyrir. Hvernig verður byrjunarliðið? Elvar og Tom fóru yfir þetta allt og margt fleira í útvarpsþættinum #Fotboltinet í gærhttps://t.co/h5nNQGGSjX
— Fotbolti.net (@Fotboltinet) October 14, 2018
Athugasemdir