
Klukkan 10:30 verður fréttamannafundur íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeildinni annað kvöld.
Erik Hamren landsliðsþjálfari situr fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni sem lék um tíma með Basel í svissnesku deildinni.
Menn ættu að vera í góðum gír eftir flotta frammistöðu í 2-2 jafnteflinu gegn Frakklandi á fimmtudag.
Erik Hamren landsliðsþjálfari situr fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni sem lék um tíma með Basel í svissnesku deildinni.
Menn ættu að vera í góðum gír eftir flotta frammistöðu í 2-2 jafnteflinu gegn Frakklandi á fimmtudag.
Fundurinn verður sýndur í beinni gegnum heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
Þá verður fylgst með því helsta í gegnum Twitter lýsingu hér að neðan. Að loknum fundi hefst æfing hjá Íslandi á Laugardalsvellinum.
Ísland mætir Sviss annað kvöld klukkan 18:45 á Laugardalsvelli. Hægt er að kaupa miða gegnum Tix.is.
Tweets by Fotboltinet
Athugasemdir