Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. nóvember 2021 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmann og fleiri semja við Kórdrengi (Staðfest)
Lengjudeildin
Guðmann er mættur í Kórdrengi.
Guðmann er mættur í Kórdrengi.
Mynd: Kórdrengir
Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson hefur skrifað undir samning við Kórdrengi og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

Hann kemur til Kórdrengja frá FH, þar sem hann varð tvisvar Íslandsmeistari. FH kaus ekki að framlengja samning hans eftir síðasta tímabil.

„Ég verð að virða það en ég er auðvitað mjög ósáttur. Ég er orðinn mikill FH-ingur og ætlaði mér að reyna enda ferilinn hjá FH. Það á örugglega að reyna yngja upp og ég skil það alveg. Maður getur ekki grenjað yfir þessu lengi," sagði Guðmann um ákvörðun FH.

Guðmann hefur spilað 290 leiki í efstu og næst efstu deild og tugi leikja í Noregi og Svíþjóð, þar að auki einn landsleik.

Miðvörðurinn hafði úr nokkrum tilboðum að velja, bæði úr efstu og næst efstu deild en það voru Kórdrengir sem urðu fyrir valinu hjá honum.

„Mér leist langbest á að koma hingað og fá að taka þátt í þessu ævintýri sem hér hefur verið í gangi, metnaðurinn heillaði mig mikið,“ segir varnarmaðurinn.

Kórdrengir framlengdu einnig samninga fjölda leikmanna eins og sjá má í tilkynningunni hér að neðan. Liðið hafnaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili.



Athugasemdir
banner
banner