Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   þri 14. nóvember 2023 17:46
Elvar Geir Magnússon
Bratislava
Arnór næsti Íslendingur í ensku úrvalsdeildina? - „Stærsti draumurinn“
Arnór á landsliðsæfingu í Vín í dag.
Arnór á landsliðsæfingu í Vín í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í landsleik á Laugardalsvelli.
Í landsleik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur verið orðaður við ensku úrvalsdeildina en í samtali við Fótbolta.net staðfestir hann að félög hafi sýnt sér áhuga.

Skagamaðurinn hefur spilað níu leiki með Blackburn Rovers í ensku B-deildinni eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í upphafi tímabils. Hann er á láni hjá Blackburn frá CSKA Moskvu en samningur hans við rússneska félagið rennur út næsta sumar.

„Þetta hefur verið upplifun. Maður vissi það að England væri stærsta sviðið en nú virkilega sér maður það. Ég er að njóta þess í botn," segir Arnór sem er kominn með fjögur mörk fyrir félagið nú þegar.

„Það var málið fyrir mig að koma inn af krafti, byrja vel og ná að sýna mig strax. Það er fullt af leikjum og þetta er langt tímabil en ég er að njóta þess í botn. Ég er mjög ánægður."

„Gengi liðsins hefur verið upp og niður. Við höfum verið að spila skemmtilegan fótbolta, ég held að við séum með hæsta 'possession' (með boltann) á eftir Leicester. Við erum að spila skemmtilega en erum að fá á okkur of mikið af skyndisóknarmörkum."

Stuðningsmennirni spenntir
Arnór er þegar orðinn vinsæll hjá stuðningsmönnum Blackburn.

„Það er gott að hafa náð fjórum mörkum strax og stuðningsmennirnir verða spenntir. Það er bara að halda áfram að sýna mig og sanna, ég veit alveg hvað ég get og ég þarf bara að vera rólegur og halda áfram," segir Arnór.

Hann hefur meðal annars verið orðaður við Leicester, sem er í efsta sæti Championship-deildarinnar og leikur að öllum líkindum í ensku úrvalsdeildinni.

„Maður veit að þegar maður er að spila vel á þessu leveli þá eru fljótirnir hlutir að gerast. Félög eru fljót að spyrjast fyrir, sérstaklega þegar samningastaðan er svona. Ég reyni bara að einbeita mér að því að leggja mig fram á vellinum, þá veit ég það munu gerast góðir hlutir," segir Arnór.

Stærsti draumurinn er Premier League
Hann viðurkennir að það sé heillandi tilhugsun að spila mögulega í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári.

„já auðvitað. Það var stór hluti af þeirri ákvörðun að taka skrefið til Englands, stærsti draumurinn er Premier League. Eins og staðan er núna er ég hjá Blackburn og það væri geggjað að fara upp með þeim. Fókusinn núna er að koma okkur í betri stöðu til að eiga möguleika á að komast upp á næsta ári."

Blackburn er í tólfta sæti Championship-deildarinnar sem stendur en fjögur stig eru upp í sjötta sætið, sem gefur þátttökurétt í umspilinu.
Arnór Sig: Höfum sýnt hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner