Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 15:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Missir af úrslitaleiknum gegn Íslandi - Lagði upp bæði mörkin síðast
Sudakov í baráttunni við Albert í mars í fyrra.
Sudakov í baráttunni við Albert í mars í fyrra.
Mynd: Mummi Lú
Georgiy Sudakov glímir við meiðsli og hefur dregið sig úr úkraínska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Íslandi. Úkraína og Ísland mætast í úrsltaleik um sæti í umspilinu fyrir HM á sunnudag.

Liðin mættust í úrslitaleik EM 2024 umspilsins og þá lagði Sudakov upp mörk liðsins sem þeir Viktor Tsygankov og Mykhailo Mudryk skoruðu. Tsygankov er í hópnum hjá Úkraínu en Mudryk er í banni frá fótbolta eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Úkraínska sambandið hefur gefið út að Sudakov sé búinn að yfirgefa herbúðir landsliðsins. Hann er 23 ára sóknarsinnaður leikmaður sem er á láni hjá Benfica frá Shakhtar.

Suakov var ónotaður varamaður þegar Úkraína tapaði 4-0 gegn Frakklandi í gær.

Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 17:00 á sunnudag og verður spilað í Varsjá.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 9 - 3 +6 10
2.    Ísland 5 2 1 2 13 - 9 +4 7
3.    Úkraína 4 2 1 1 8 - 7 +1 7
4.    Aserbaísjan 5 0 1 4 2 - 13 -11 1
Athugasemdir
banner
banner