Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 14. desember 2019 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þór fær Izaro frá Leikni F. (Staðfest)
Izaro skrifaði undir eins árs samning við Þór.
Izaro skrifaði undir eins árs samning við Þór.
Mynd: Þór
Þór Akureyri hefur samið við spænska kantmanninn Izaro Abella Sanchez sem lék með Leikni frá Fáskrúðsfirði í 2. deildinni síðasta sumar.

Izaro, sem er 23 ára Spánverji, spilaði stóran þátt í því að Leiknismenn komust upp úr 2. deildinni og munu leika í Inkasso-deildinni með Þór næsta sumar.

Hann spilaði 22 leiki með Leikni og skoraði í þeim 11 mörk. Eftir tímabilið var hann valinn í lið ársins í 2. deildinni.

Hann skrifar undir eins árs samning við Þór.

Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, segir að nú sé hópurinn klár fyrir tímabilið.

Hann sagði: „Við höfum og erum að semja við alla þá leikmenn sem við vildum halda hjá okkur og erum núna komnir með þann hóp sem við ætlum með inn í mótið."

Páll Viðar Gíslason tók við Þór af Gregg Ryder eftir að síðasta tímabili lauk. Félagið hefur verið að semja við leikmenn á síðustu vikum og í vikunni nældi Akureyarfélagið í Bergvin Jóhannsson og Elvar Baldvinsson.
Athugasemdir
banner
banner