Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   lau 14. desember 2024 15:02
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Annar sigur Coventry undir stjórn Lampard - Svekkjandi jafntefli hjá Stefáni
Stefán Teitur spilaði síðari hálfleikinn í jafntefli gegn Leeds
Stefán Teitur spilaði síðari hálfleikinn í jafntefli gegn Leeds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frank Lampard og lærisveinar hans í Coventry City unnu 2-1 sigur á Hull City í ensku B-deildinni í dag en þetta var annar sigur enska stjórans. Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston gerðu á meðan grátlegt 1-1 jafntefli við Leeds United.

Lampard tók við Coventry í síðasta mánuði og hefur verið að gera ágætis hluti á þessum stutta tíma sem hann hefur stýrt liðinu.

Liðið var með ágætis stjórn á leiknum en lenti undir þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum er Joao Pedro skoraði af stuttu færi.

Coventry tókst að snúa taflinu við í þeim síðari. Ephron Mason-Clark jafnaði metin og þrettán mínútum síðar gat Victor Torp komið liðinu í forystu en hann klikkaði úr vítaspyrnu.

Það kom ekki að sök því Jack Rudoni skoraði sigurmarkið þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka og kom Coventry upp í 15. sæti deildarinnar.

Bristol City og QPR gerðu 1-1 jafntefli á Ashton Gate. Bæði mörk liðsins komu með fimm mínútna millibili um miðbik síðari hálfleiks.

Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Preston voru svekktir í leikslok er liðið gerði 1-1 jafntefli við topplið Leeds.

Brad Potts kom Preston yfir á 23. mínútu og voru heimamenn í Preston heppnir að vera með ellefu menn inn á þegar Brad Whiteman átti að fá sitt annað gula spjald. Stefán Teitur kom inn fyrir Whiteman í hálfleik.

Leeds pressaði og pressaði í síðari hálfleiknum og kom jöfnunarmarkið fyrir rest eftir óheppilegt sjálfsmark frá Jack Whatmough er hann stýrði fyrirgjöf Daniel James í eigið net.

Leeds er á toppnum með 42 stig en Preston í 16. sæti með 23 stig.

Bristol City 1 - 1 QPR
1-0 Scott Twine ('60 )
1-1 Paul Smyth ('65 )

Coventry 2 - 1 Hull City
0-1 Joao Pedro ('43 )
1-1 Ephron Mason-Clark ('52 )
1-1 Victor Torp ('65 , Misnotað víti)
2-1 Jack Rudoni ('73 )

Preston NE 1 - 1 Leeds
1-0 Brad Potts ('23 )
1-1 Jack Whatmough ('90 , sjálfsmark)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 17 11 5 1 45 17 +28 38
2 Middlesbrough 17 8 7 2 22 16 +6 31
3 Stoke City 17 9 3 5 25 12 +13 30
4 Preston NE 17 7 6 4 22 17 +5 27
5 Bristol City 16 7 5 4 25 18 +7 26
6 Derby County 17 7 5 5 24 22 +2 26
7 Hull City 17 7 5 5 28 27 +1 26
8 Ipswich Town 16 6 7 3 26 16 +10 25
9 Millwall 16 7 4 5 18 23 -5 25
10 Birmingham 16 7 3 6 24 18 +6 24
11 Southampton 17 6 6 5 26 22 +4 24
12 Watford 17 6 6 5 23 21 +2 24
13 Leicester 17 6 6 5 20 20 0 24
14 Charlton Athletic 17 6 5 6 17 20 -3 23
15 Wrexham 16 5 7 4 20 19 +1 22
16 QPR 16 6 4 6 20 25 -5 22
17 West Brom 16 6 3 7 16 19 -3 21
18 Blackburn 15 6 1 8 16 20 -4 19
19 Portsmouth 16 4 5 7 15 21 -6 17
20 Swansea 17 4 5 8 15 24 -9 17
21 Oxford United 17 3 5 9 17 24 -7 14
22 Sheffield Utd 16 4 1 11 14 26 -12 13
23 Norwich 17 3 3 11 16 27 -11 12
24 Sheff Wed 16 1 5 10 12 32 -20 -4
Athugasemdir
banner
banner