Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. janúar 2023 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Conte: Arsenal á skilið að vera á toppnum
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: EPA
Arsenal er verðskuldað á toppnum
Arsenal er verðskuldað á toppnum
Mynd: EPA
Arsenal er fyllilega verðskuldað í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar en þetta sagði Antonio Conte, stjóri Tottenham, eftir 2-0 tapið í Norður-Lundúnaslagnum.

Toppliðið var 2-0 yfir í hálfleik á Tottenham Hotspur-leikvanginum en heimamenn mættu sterkir í síðari hálfleikinn og sköpuðu sér nokkur góð færi.

Conte var ánægður með viðbrögð leikmanna en vonsvikinn með úrslitin.

„Við viljum auðvitað standa okkur og ná í úrslit fyrir stuðningsmenina því við vitum hversu mikilvægir þessir leikir eru fyrir þá. Þessi leikur var líka mikilvægur fyrir okkur til að komast upp töfluna og er ég því vonsvikinn með úrslitin

„Við byrjuðum vel og af krafti en síðan fengum við á okkur mark. Fótbolti er skrítinn og stundum gerast hlutir sem erfitt er að útskýra. Við fengum gott færi til að jafna í gegnum Son en markvörður Arsenal varði frábærlega. Seinna markið gæti drepið hvaða lið sem er.“

„Ég er samt ánægður með viðbrögðin. Hausinn á þeim var inn í leiknum og það er nákvæmlega það sem ég bað um. Maður getur misst hausinn í svona leikjum og fengið mörg mörk í bakið en í staðinn fórum við að skapa færi. Við héldum góðu jafnvægi og fengum fá færi á okkur. Við erum vonsviknir og líka fyrir hönd stuðningsmanna en Arsenal á skilið að vera á toppnum og berjast um deildina. Þeir og Manchester City eru baráttunni.“


Stuðningsmaður Tottenham sparkaði í bak Aaron Ramsdale í látunum eftir leikinn en Conte segir þessa hegðun ekki eiga heima í fótbolta.

„Ég sá það ekki. Ég sá bara mikinn rugling og þú ert núna að segja mér hvað gerðist. Það er náttúrulega ekki gott ef þetta gerðist því við eigum að sýna andstæðingnum virðingu og leikmönnum sömuleiðis. Ég er ekki hrifinn af þessu,“ sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner