Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
   lau 15. febrúar 2025 20:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ederson í sögubækurnar
Mynd: EPA
Ederson, markvöður Man City, skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í dag þegar hann lagði upp mark í þriðja sinn á tímabilinu.

Hann lagði upp fyrsta mark Omar Marmoush í 4-0 sigri á Newcastle en Marmoush skoraði þrennu.

Ederson átti langa sendingu fram völlinn sem fór yfir Kieran Trippier og Marmoush vippaði boltanum yfir Nick Pope.

Eins og fyrr segir var þetta þriðja stoðsending Ederson á tímabilinu en enginn markvöður hefur lagt upp fleiri mörk á einu tímabili. Þá var þetta sjötta stoðsendingin hans á ferlinum í úrvalsdeildinni sem er einnig met.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner