Ederson, markvöður Man City, skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í dag þegar hann lagði upp mark í þriðja sinn á tímabilinu.
Hann lagði upp fyrsta mark Omar Marmoush í 4-0 sigri á Newcastle en Marmoush skoraði þrennu.
Ederson átti langa sendingu fram völlinn sem fór yfir Kieran Trippier og Marmoush vippaði boltanum yfir Nick Pope.
Eins og fyrr segir var þetta þriðja stoðsending Ederson á tímabilinu en enginn markvöður hefur lagt upp fleiri mörk á einu tímabili. Þá var þetta sjötta stoðsendingin hans á ferlinum í úrvalsdeildinni sem er einnig met.
Ederson on ????
— Premier League (@premierleague) February 15, 2025
No goalkeeper has more assists in Premier League history than the @ManCity 'keeper ???? pic.twitter.com/sdmNfd676Z
Athugasemdir