Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 18:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guardiola: Miklu betri frammistaða en gegn Forest
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Man City, var ánægður með frammistöðu liðsins þegar Man City gerði 2-2 jafntefli gegn Brighton í dag.

„Frammistaðan var miklu, miklu betri en gegn Nottingham Forest. Við fengum mörg tækifæri, Savinho fékk tvö dauðafæri. Einvígin eru erfið þegar þeir eru með Baleba," sagði Guardiola.

„Doku var mjög hættulegur, Marmoush var mjög góður og varnarmennirnir frábærir. Við reyndum allt til loka, andinn var miklu betri, við vorum ákveðnir og markmaðurinn var góður í uppspilinu."

Ederson var ekki með í dag en Guardiola sagði að hann væri að kljást við meiðsli í kviðnum. Þá þurfti Bernardo Silva að fara af velli vegna meiðsla eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner