Bernd Leno, markvörður Fulham, segir að liðið eigi enn góðan möguleika á að komast í Evrópukeppni þrátt fyrir að hafa tapað gegn Bournemouth í gær.
Bournemouth og Fulham eru bæði að berjast um Evrópusæti og gæti tapið í gær mögulega skilið liðin að þegar talið verður upp úr pokanum í lok móts.
Leno segir tapið engum að kenna nema þeim sjálfum, en að ekki sé öll von úti.
„Það var okkur að kenna að við töpuðum. Við vorum heppnir að vera bara einu marki undir í hálfleik, en í síðari hálfleik reyndum við allt og vorum mun betri en Bournemouth sem varðist mjög vel.“
„Við fengum mörg færi, nokkra skalla, hættulegar fyrirgjafir, en í lokin vantaði bara að koma þessu yfir línuna.“
„Þetta hefur verið yndislegt tímabil og við erum enn í góðri stöðu þrátt fyrir að hafa tapað. Við getum enn komist í Evrópukeppni sem segir í raun allt. Allir leikirnir hafa verið jafnir, þannig að ef við náum að hafa meira samræmi og komast á skrið þá förum við klárlega í Evrópukeppni á næsta tímabili. Þetta er samt enska úrvalsdeildin og þar snýst þetta allt um smáatriðin,“ sagði Leno.
Athugasemdir