Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   fös 15. maí 2015 13:05
Hafliði Breiðfjörð
Hægt var að kaupa miða á landsleikinn án biðraðar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir sem ætluðu að tryggja sér miða á landsleik Tékklands og Íslands þegar miðasala hófst á Midi.is í hádeginu þurftu að fara í biðröð og fjölmargir fengu engan miða þegar röðin kom að þeim.

Einhverjir voru hinsvegar séðir og náðu að kaupa sér miða í gegnum glufu á kerfi Miða.is sem bauð upp á hjáleið framhjá biðröðinni.

Sumir miðakaupendur deildu miðakaupum sínum á samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter og þar var hægt að smella á link beint inn í miðasöluna þar sem hægt var að velja að fara með viðkomandi.

Þá var hægt að kaupa sér miða á leikinn án þess að fara í gegnum biðröðina og ljóst að einhverjir eru sáttir og sælir yfir því að hafa prófað það.

Fótbolti.net sannreyndi þessa leið í hádeginu og ljóst var að hægt var að komast inn í miðasöluna í gegnum hana.



Athugasemdir
banner
banner