Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   sun 15. maí 2022 17:28
Ívan Guðjón Baldursson
England: Níu leikmenn Everton töpuðu fyrir Brentford
Mynd: EPA

Everton 2 - 3 Brentford
1-0 Dominic Calvert-Lewin ('10)
1-1 Seamus Coleman ('37, sjálfsmark)
2-1 Richarlison ('45, víti)
2-2 Yoane Wissa ('62)
2-3 Rico Henry ('64)
Rautt spjald: Jarrad Branthwaite, Everton ('18)
Rautt spjald: Solomon Rondon, Everton ('88)


Everton tók á móti Brentford í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og hefði getað bjargað sér frá falli með sigri.

Dagurinn byrjaði vel því Dominic Calvert-Lewin kom heimamönnum yfir snemma leiks eftir aukaspyrnu frá hægri kanti. Boltinn hafði viðkomu fyrst í Richarlison og svo Calvert-Lewin áður en hann endaði í netinu. 

Skömmu síðar vildi Richarlison fá vítaspyrnu en þess í stað hreinsuðu gestirnir og komust í skyndisókn sem endaði með broti hjá Jarrad Branthwaite sem var aftasti varnarmaður. Hann fauk útaf með rautt spjald og Brentford jafnaði leikinn tuttugu mínútum síðar.

Heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp og komust yfir skömmu fyrir leikhlé þegar Richarlison skoraði úr vítaspyrnu. Bekkurinn hjá Brentford var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn en það breytti engu.

Brentford átti frábæran seinni hálfleik þar sem heimamenn í Everton vörðust allan tímann. Yoane Wisa og Rico Henry sneru stöðunni við með mörkum á þriggja mínútna kafla og komust gestirnir nálægt því að bæta meira við.

Solomon Rondon fékk beint rautt spjald fyrir fáránlega tæklingu á lokamínútunum og björguðu Everton svo á marklínu þegar Christian Eriksen reyndi að innsigla sigurinn.

Meira var ekki skorað og 2-3 lokatölur. Everton er tveimur stigum frá fallsvæðinu og nægir einn sigur úr síðustu tveimur leikjunum til að bjarga sér.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner