Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 15. maí 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 7. umferð - Fær að vera hann sjálfur
Adam Ægir Pálsson (Valur)
Adam Ægir Pálsson í leiknum fyrir norðan.
Adam Ægir Pálsson í leiknum fyrir norðan.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þriðju umferðina í röð er það leikmaður Vals sem er valinn Sterkasti leikmaðurinn í boði Steypustöðvarinnar. Adam Ægir Pálsson hefur verið á eldi í upphafi tímabilsins og hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Vals gegn KA á Akureyri.

Búist var við jöfnum og spennandi leik en Valsmenn voru betri á öllum sviðum og heimamenn réðu ekki við Adam, sem hefur verið fjórum sinnum í liði umferðarinnar fyrstu sjö leikina.

Valur hefur skorað 23 mörk í fyrstu sjö leikjunum en fyrir mót var búist við því að leikir liðsins yrðu lokaðir og fátt um mörk.

„Ég persónulega hafði ekki miklar áhyggjur af þessu (markaskorun), þegar liðið er með svona mikil gæði. Svo hef ég líka trú á sjálfum mér. Svo erum við líka með Anda Rúnar sem var ekki að spila í vetur, Tryggva, Guðmund, Andra, Lúkas og Aron og Kidda bak við okkur," sagði Adam í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Það er eðlilegt að menn þurfi að spila sig saman. Andri spilaði einn leik fyrir mót. Ég hafði litlar áhyggjur af þessu fyrir mót."

Adam gekk í raðir Vals í vetur frá Víkingi, eftir að hafa spilað á lánssamningi hjá Keflavík í fyrra, en hann þurfti engan aðlögunartíma á Hlíðarenda. Hann smellpassaði strax í liðið.

„Ég held að ástæðan sé bara sú að þeir leyfðu mér að vera ég sjálfur. Frá fyrsta degi var mer tekið opnum örmum og hjálpað mér. Ég fæ að vera ég, það hefur skilað sér inn á vellinum. Ég er þvílíkt sáttur hjá Val. Ef þér líður vel utan vallar þá líður manni líka vel innan hans," segir Adam.



Sterkustu leikmenn:
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Útvarpsþátturinn - Það tjáir að deila við dómarann
Innkastið - KR á botninum og hiti í Hamingjunni
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner