Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 15. júní 2024 20:29
Sölvi Haraldsson
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fín frammistaða í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var svolítið hægur og lélegur. En við komum sterkari inn í seinni hálfleikinn og vorum miklu betri þá.“ sagði Baldvin Þór Berndsen, varnarmaður Fjölnis, sem skoraði gjörsamlega geggjað sigurmark í dag í 1-0 sigri á Þór á Extra vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Baldvin skoraði eitt mark sumarsins í dag þegar hann kom Fjölni yfir í 1-0 sem reyndist svo vera eina mark leiksins.

Þeir hreinsa burt og við fáum innkast. Reynir kastar honum á mig og ég horfi upp og læt bara vaða. Hrotta flökkt á boltanum sem endaði í netinu, bara geðveikt.“

Ég er vanur að taka svona skot á æfingum og stundum í leikjum. Það var helluð tilfinning að sjá boltann í netinu. Á heimavelli í Dalhúsum, geggjað veður og Gula þruman mætt, fáranlega gaman.“

Baldvin er núna komin í mjög stórt hlutverk hjá Fjölni en nýtur sín gífurlega vel í hjartanum með bestu vinum sínum.

Við erum bara þrír bestu vinirnir aftast í vörninni. Bara frábært að vera með þeim hérna í Fjölni, uppeldisfélaginu. Hellað.

Fyrir fyrsta heimaleik hvers tímabils fer meistaraflokkur Fjölnis í knattspyrnu að leiði Steinars Ingimundarsonar og heiðrar minningu þess mikla Fjölnismanns. Steinar þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni árin 2002-2004 með góðum árangri en liðið fór upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Baldvin talar um hvað það er mikilvægt að halda í hefðirnar og heimsækja Steinar.

„Flott að halda í hefðirnar. Við gerum það bara með stolti og sinnum því alltaf.“ sagði Baldvin að lokum.

Viðtalið við Baldvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner