Arda Guler á óskalista Liverpool - Fulham hefur áhuga á Chalobah - Hættir Man Utd við Branthwaite? - Velur Real Madrid fram yfir stórlið á Englandi
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
John Andrews: Okkar leikmenn gerðu félagið stolt
Nik um meiðsli Öglu Maríu: Hún liggur ekki nema það sé eitthvað alvarlegt
Haraldur Freyr: Mögulega á endanum heppnir að hann fari jafntefli
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
   lau 15. júní 2024 20:29
Sölvi Haraldsson
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fín frammistaða í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var svolítið hægur og lélegur. En við komum sterkari inn í seinni hálfleikinn og vorum miklu betri þá.“ sagði Baldvin Þór Berndsen, varnarmaður Fjölnis, sem skoraði gjörsamlega geggjað sigurmark í dag í 1-0 sigri á Þór á Extra vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Baldvin skoraði eitt mark sumarsins í dag þegar hann kom Fjölni yfir í 1-0 sem reyndist svo vera eina mark leiksins.

Þeir hreinsa burt og við fáum innkast. Reynir kastar honum á mig og ég horfi upp og læt bara vaða. Hrotta flökkt á boltanum sem endaði í netinu, bara geðveikt.“

Ég er vanur að taka svona skot á æfingum og stundum í leikjum. Það var helluð tilfinning að sjá boltann í netinu. Á heimavelli í Dalhúsum, geggjað veður og Gula þruman mætt, fáranlega gaman.“

Baldvin er núna komin í mjög stórt hlutverk hjá Fjölni en nýtur sín gífurlega vel í hjartanum með bestu vinum sínum.

Við erum bara þrír bestu vinirnir aftast í vörninni. Bara frábært að vera með þeim hérna í Fjölni, uppeldisfélaginu. Hellað.

Fyrir fyrsta heimaleik hvers tímabils fer meistaraflokkur Fjölnis í knattspyrnu að leiði Steinars Ingimundarsonar og heiðrar minningu þess mikla Fjölnismanns. Steinar þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni árin 2002-2004 með góðum árangri en liðið fór upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Baldvin talar um hvað það er mikilvægt að halda í hefðirnar og heimsækja Steinar.

„Flott að halda í hefðirnar. Við gerum það bara með stolti og sinnum því alltaf.“ sagði Baldvin að lokum.

Viðtalið við Baldvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner