Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 15. júní 2024 20:29
Sölvi Haraldsson
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fín frammistaða í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var svolítið hægur og lélegur. En við komum sterkari inn í seinni hálfleikinn og vorum miklu betri þá.“ sagði Baldvin Þór Berndsen, varnarmaður Fjölnis, sem skoraði gjörsamlega geggjað sigurmark í dag í 1-0 sigri á Þór á Extra vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Baldvin skoraði eitt mark sumarsins í dag þegar hann kom Fjölni yfir í 1-0 sem reyndist svo vera eina mark leiksins.

Þeir hreinsa burt og við fáum innkast. Reynir kastar honum á mig og ég horfi upp og læt bara vaða. Hrotta flökkt á boltanum sem endaði í netinu, bara geðveikt.“

Ég er vanur að taka svona skot á æfingum og stundum í leikjum. Það var helluð tilfinning að sjá boltann í netinu. Á heimavelli í Dalhúsum, geggjað veður og Gula þruman mætt, fáranlega gaman.“

Baldvin er núna komin í mjög stórt hlutverk hjá Fjölni en nýtur sín gífurlega vel í hjartanum með bestu vinum sínum.

Við erum bara þrír bestu vinirnir aftast í vörninni. Bara frábært að vera með þeim hérna í Fjölni, uppeldisfélaginu. Hellað.

Fyrir fyrsta heimaleik hvers tímabils fer meistaraflokkur Fjölnis í knattspyrnu að leiði Steinars Ingimundarsonar og heiðrar minningu þess mikla Fjölnismanns. Steinar þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni árin 2002-2004 með góðum árangri en liðið fór upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Baldvin talar um hvað það er mikilvægt að halda í hefðirnar og heimsækja Steinar.

„Flott að halda í hefðirnar. Við gerum það bara með stolti og sinnum því alltaf.“ sagði Baldvin að lokum.

Viðtalið við Baldvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner