Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 15. júní 2024 20:29
Sölvi Haraldsson
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fín frammistaða í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var svolítið hægur og lélegur. En við komum sterkari inn í seinni hálfleikinn og vorum miklu betri þá.“ sagði Baldvin Þór Berndsen, varnarmaður Fjölnis, sem skoraði gjörsamlega geggjað sigurmark í dag í 1-0 sigri á Þór á Extra vellinum.


Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Baldvin skoraði eitt mark sumarsins í dag þegar hann kom Fjölni yfir í 1-0 sem reyndist svo vera eina mark leiksins.

Þeir hreinsa burt og við fáum innkast. Reynir kastar honum á mig og ég horfi upp og læt bara vaða. Hrotta flökkt á boltanum sem endaði í netinu, bara geðveikt.“

Ég er vanur að taka svona skot á æfingum og stundum í leikjum. Það var helluð tilfinning að sjá boltann í netinu. Á heimavelli í Dalhúsum, geggjað veður og Gula þruman mætt, fáranlega gaman.“

Baldvin er núna komin í mjög stórt hlutverk hjá Fjölni en nýtur sín gífurlega vel í hjartanum með bestu vinum sínum.

Við erum bara þrír bestu vinirnir aftast í vörninni. Bara frábært að vera með þeim hérna í Fjölni, uppeldisfélaginu. Hellað.

Fyrir fyrsta heimaleik hvers tímabils fer meistaraflokkur Fjölnis í knattspyrnu að leiði Steinars Ingimundarsonar og heiðrar minningu þess mikla Fjölnismanns. Steinar þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fjölni árin 2002-2004 með góðum árangri en liðið fór upp um tvær deildir á jafnmörgum árum. Baldvin talar um hvað það er mikilvægt að halda í hefðirnar og heimsækja Steinar.

„Flott að halda í hefðirnar. Við gerum það bara með stolti og sinnum því alltaf.“ sagði Baldvin að lokum.

Viðtalið við Baldvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner