Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 15. júlí 2021 12:11
Innkastið
„Endalaust hnoð og planlaust moð" í Pepsi Max-deildinni
Lárus Guðmundsson.
Lárus Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var um gæða- og markaleysi í Pepsi Max-deildinni í Innkastinu hér á Fótbolta.net.

Tómas Þór Þórðarson benti þá á stuttan pistil sem gamli markahrókurinn Lárus Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður, skrifaði á Facebook.

„Var að enda við að horfa á skelfilegan fótboltaleik í Pepsi Max deildinni milli HK og Víkings. Yfirskrift kvöldsins virtist vera, ekki gefa á samherja. Sendingar, skot og skallar fyrir neðan allar hellur. Sá svipaðan leik í gær milli KR og Keflavíkur. Horfi á mjög marga leiki í deildinni, og finnst þeir flestir slakir, helst að Breiðablik gleðji augað öðru hvoru," skrifaði Lárus.

„Menn þurfa að rífa sig í gang, get ekki ímyndað mér að stuðningsmenn nenni að mæta til að horfa á endalaust hnoð og planlaust moð."

Allt stýrist af hræðslu en ekki hugrekki
Ingólfur Sigurðsson tók undir með Lárusi í þættinum.

„Við töluðum um að það væri ekki verið að fara að endursýna leik HK og Víkings milli jóla og nýárs. Þessi leikur verður ekki heldur þar," sagði Ingólfur um leik KR og Keflavíkur.

„Það eru alltof fá lið yfir höfuð sem eru að skora almennilega mikið af mörkum. Þetta er nánast bara Breiðablik, þeir eru langskemmtilegastir. Það er verið að tala um áhorfendaleysið í deildinni. Við verðum að fara að fá fleiri skemmtilega leiki," sagði Elvar Geir Magnússon og Ingólfur bætti síðan við í kjölfarið á pistli Lárusar:

„Ég vil endilega grípa boltann á lofti og koma inn á þetta. Mér finnst margt til í þessu. Ég tek undir að það eru of fá lið sem eru að gera eitthvað annað en að reyna að kría fram úrslit. Liðin eru að taka eins litla áhættu og hægt er, allt stýrist af hræðslu en ekki hugrekki í nálgun þjálfara og leikmanna. Það eru einmitt þessi atriði sem Lárus er að nefna," sagði Ingólfur.

„Það eru skot og sendingar, við erum alls ekki nægilega góð í þessum huta sem snýr að bolta. Við verðum að vera miklu betri. Menn eru í hlaupavestum og við erum að hlaupa rosa mikið en við megum ekki gleyma fótboltanum, við megum ekki gleyma því að fótboltinn snýst um boltann. Við verðum að fara að gera betur."

Hlustaðu á Innkastið í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - Skelfilegir Skagamenn og FH daðrar við fallsæti
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner