Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. júlí 2021 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðasti leikur Hilmis fyrir Fjölni - Á leið til Ítalíu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmir Rafn Mikaelsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Fjölni - í bili að minnsta kosti.

Hann hefur verið orðaður við spænska stórliðið Valencia en er ekki á leið þangað. Hann er að fara til Venezia á Ítalíu þar sem er að myndast mikil Íslendinganýlenda.

„Þetta var síðasti leikurinn hans fyrir okkur í sumar. Hann er á förum til Venezia," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir tap gegn Gróttu í kvöld.

Fyrir hjá Venezia eru Bjarki Steinn Bjarkason, Jakob Franz Pálsson og Óttar Magnús Karlsson.

Venezia mun á næstu leiktíð spila í ítölsku A-deildinni.

Hilmir er fæddur árið 2004 og þykir gríðarlega efnilegur. Hann spilaði 12 leiki í deild og bikar með Fjölni í sumar, og skoraði í þeim fjögur mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner