Spænski vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella tróð sokk upp í enska spekinginn Gary Neville eftir að Spánn varð Evrópumeistari í fjórða sinn í gær.
Cucurella hefur veikur hlekkur í liði Chelsea síðan hann kom til félagsins frá Brighton.
Það var allt annað að sjá til hans á Evrópumótinu, en hann var með bestu mönnum liðsins og átti meðal annars stoðsendinguna að sigurmarki Spánverja í 2-1 sigrinum á Englendingum í úrslitaleiknum.
„Ég held að Cucurella sé ein af ástæðum þess að Spánn fer líklega ekki alla leið,“ sagði Neville á dögunum.
Cucurella svaraði honum í sögu sinni á Instagram í gær með skemmtilegum skilaboðum.
„Við fórum alla leið, Gary. Takk fyrir stuðninginn,“ sagði Cucurella.
???????? Marc Cucurella replies to Gary Neville: “We went all the way, Gary. Thanks for your support”. pic.twitter.com/RXYw9sMkaf
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2024
Athugasemdir