„Þetta er bar geðveikt. Við gátum ekki beðið um betri leik og betri stuðning, bara geggjað.“ sagði Ómar Björn, framherji Fylkis, eftir 3-0 sigur á ÍA í Árbænum í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 0 ÍA
Ómar var mjög ánægður með frammistöðu liðsins í dag.
„Mér fannst við byrja þetta mjög sterkt og náðum góðum skyndisóknum á þá. Síðan þegar við komum inn í seinni hálfleikinn lokuðum við vel á þá og síðan skorum við þriðja markið sem gulltryggði sigurinn, geggjað.“
Ómar braut ísinn í dag með geggjuðu marki sem hann bjó nánast bara til sjálfur.
„Þetta var geggjað. Loksins að fá að skora hérna á heimavelli, bara geggjað.“
Það voru geggjaðar aðstæður til knattspyrnuiðkunar á höfuðborgarsvæðinu í dag.
„Veðrið hefur ekkert verið spes í sumar þannig það var geggjað að fá gott veður í þennan leik. Það passaði allt saman. Stuðningurinn gaf okkur kraft.“
Ómar talar um að ef Fylkismenn spila eins og þeir gerðu í dag sé allt hægt.
„Þetta er geggjað. Við eigum Stjörnuna úti næst. Við þurfum bara að koma með svona kraft inn í þann leik og þá er allt hægt.“ sagði Ómar að lokum.
Viðtalið við Ómar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.