Búið er að breyta leiktímanum á leik FH og Breiðabliks sem fram fer á sunnudag. Leikurinn átti upphaflega að hefjast klukkan 14:00 á sunnudag.
Leikurinn var færður um 135 mínútur og hefst klukkan 16:15. Það er á sama tíma og KR og Víkingur mætast.
Leikurinn var færður um 135 mínútur og hefst klukkan 16:15. Það er á sama tíma og KR og Víkingur mætast.
Víkingur og Breiðablik eru þau lið sem berjast um að enda í efsta sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ef Víkingur vinnur ekki sinn leik getur Breiðablik tryggt sér Íslandsmeistararatitilinn með sigri gegn FH.
Þá hefur fallbaráttuslag ÍA og Fylkis verið flýtt um tvær klukkustundir og hefst klukkan 14:00.
Tvö stig skilja liðin að þegar tvær umferðir eru eftir. Það er regla að allir leikir í síðustu umferð deildarinnar fara fram á sama tíma en ákveðið var að þessir tveir leikir færu fram á sama tíma.
21. umferð Pepsi Max:
sunnudagur 19. september
14:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
14:00 Leiknir R.-Keflavík (Domusnovavöllurinn)
16:15 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)
16:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
18:30 Valur-KA (Origo völlurinn)
mánudagur 20. september
19:15 HK-Stjarnan (Kórinn)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir