Man Utd á eftir Kolo Muani - Kimmich orðaður við Man City - Christensen til Newcastle? - Tveir á förum frá Chelsea
   mið 15. september 2021 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Ein óvæntustu úrslit síðari ára
Vestramenn eru komnir í undanúrslit!
Vestramenn eru komnir í undanúrslit!
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Skagamenn eru einnig komnir áfram.
Skagamenn eru einnig komnir áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í Mjólkurbikarnum voru að eiga sér stað.

Vestri, sem er í Lengjudeildinni, tók á móti Íslandsmeisturum Vals á Ísafirði. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir á 34. mínútu en fyrir leikhlé jafnaði varnarmaðurinn Chechu fyrir Vestra.

„Heimamenn komnir yfir! Hver hefði trúað þessu! Glæsilegt spil, frábær snerting frá Pétri Bjarnasyni sendir Martin í gegn sem sendir hann fram hjá Sveini sem hefur hendur á boltanum," skrifaði svo Jón Ólafur Eiríksson í beinni textalýsingu þegar Martin Montipo, sem spilar með Kára í 2. deild fyrri hluta sumars, kom Vestra yfir á 62. mínútu.

Það hefur ekkert gengið hjá Val að undanförnu; þeir eru búnir að missa af Íslandsmeistaratitlinum og núna líka af bikarnum því leikurinn endaði 2-1 fyrir Vestra.

Mögnuð úrslit fyrir Vestra sem mun taka þátt í undanúrslitum Mjólkurbikarsins! Valur er úr leik. Undir lok leiksins í dag fékk Patrick Pedersen, sóknarmaður Vals, að líta rauða spjaldið fyrir að slá til mótherja. Saga sumarsins hjá honum; algjör hörmung.

ÍA einnig í undanúrslitin
ÍA, botnlið Pepsi Max-deildarinnar, er einnig komið áfram í undanúrslitin eftir sigur á ÍR úr 2. deild.

ÍR hefur staðið sig frábærlega í bikarkeppninni en núna er þeirra ævintýri á enda. ÍR tók forystuna í þessum leik þegar Pétur Hrafn Friðriksson skoraði en Þórður Þorsteinn Þórðarson jafnaði fyrir leikhlé með stórgóðu marki.

ÍA landaði svo sigrinum í seinni hálfleik með tveimur mörkum; Gísli Laxdal Unnarsson skoraði fyrst og svo bætti Guðmundur Tyrfingsson við marki.

Lokatölur 1-3 og eru Vestri og ÍA komin áfram í undanúrslitin. Í kvöld bætast svo tvö lið til viðbótar við, en tveir leikir hefjast 19:15 - auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Vestri 2 - 1 Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('34 )
1-1 Jesus Maria Meneses Sabater ('45 )
2-1 Martin Montipo ('62 )
Rautt spjald: Patrick Pedersen, Valur ('90) Lestu um leikinn

ÍR 1 - 3 ÍA
1-0 Pétur Hrafn Friðriksson ('17 )
1-1 Þórður Þorsteinn Þórðarson ('45 )
1-2 Gísli Laxdal Unnarsson ('55 )
1-3 Guðmundur Tyrfingsson ('92 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner