Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   fös 15. október 2021 13:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Komnir langleiðina með handritið með því að enda á Laugardalsvelli
Kári Árnason
Kári Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason ræddi við Fótbolta.net í tilefni af því að Birnir Snær Ingason var fenginn í raðir félagsins. Kári verður yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi eftir tímabilið.

Tímabilinu lýkur einmitt á morgun og var hann spurður út í leikinn á morgun, sinn lokaleik á ferlinum.

„Þetta er náttúrulega eins og bestur verður á kosið. Við náðum að vinna Íslandsmeistaratitilinn og að enda ferilinn á Laugardalsvelli er náttúrulega frábært og eitthvað sem maður gat ekki gert sér í hugarlund. Þetta verður rosalega gaman og vonandi náum við að klára þetta," sagði Kári.

Væri sigur í leiknum á morgun hinn fullkomni endir á handriti ykkar Sölva?

„Það er það, það er langleiðina komið með því að enda þetta á Laugardalsvelli sem er mér svo kær. Engu að síður ætlum við okkur að vinna þetta en við vitum að Skagamenn eru í hörkuformi og það er aldrei hægt að afskrifa þá."

Hvernig er þú að koma inn í þennan leik á morgun hafandi ekki spilað leiki síðustu tvær vikur?

„Við erum búnir að æfa vel og það er engin breyting á því. Það er fínt að fá smá frí og fá gott recovery fyrir þennan leik, vera 100% klár í hann," sagði Kári.

Hann var í upphafi viðtalsins spurður út í komu Birnis og í lok viðtals spurður út í landsliðið. Viðtal við Sölva Geir má sjá hér að neðan.
Sölvi Geir: Náttúrulega rosalegur bónus
Athugasemdir