Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. nóvember 2020 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Stjörnunnar á bekknum gegn Íslandi
Icelandair
Scholz í leik með Stjörnunni árið 2012.
Scholz í leik með Stjörnunni árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Það er búið að opinbera byrjunarliðin í leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeildinni. Leikið er á Parken í Kaupmannahöfn.

Ísland gerir átta breytingar á byrjunarliði sínu.

Danir mæta með mjög sterkt lið til leiks og meðal annars finna leikmenn Barcelona, Chelsea og Inter í byrjunarliði þeirra.

Á varamannabekknum er leikmaður að nafni Alexander Scholz sem leikur með dönsku meisturunum í Midtjylland.

Scholz er 28 ára gamall og hefur ekki enn leikið A-landsleik með Danmörku. Sá fyrsti gæti komið í kvöld. Þessi öflugi varnarmaður lék með Stjörnunni í efstu deild á Íslandi árið 2012 en eftir góðan tíma í Belgíu hefur hann verið í lykilhlutverki hjá Midtjylland undanfarin tvö ár. Núna er hann kominn í danska landsliðið.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá Parken.
Athugasemdir
banner
banner
banner