Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   lau 16. maí 2015 15:53
Magnús Már Einarsson
Pétur Pétursson að taka við Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson er að taka við þjálfun Fram samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.

Kristinn Rúnar Jónsson er að hætta með liðið af persónulegum ástæðum.

Pétur hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari hjá KR en hann hefur verið í fríi frá fótbolta síðan síðastliðið haust.

Pétur er reyndur þjálfari en hann var á sínum tíma aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins auk þess sem hann þjálfaði KR 2000 og 2001.

Framarar töpuðu 4-3 gegn Þór í 1. deildinni í dag en liðið gerði jafntefli við KA um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner