Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 16. maí 2019 14:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 6. sæti: Man Utd
Luke Shaw var valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Man Utd.
Luke Shaw var valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Man Utd.
Mynd: MEN
Það má búast við að það verði mikið að gera hjá Ole Gunnar Solskjær í sumar.
Það má búast við að það verði mikið að gera hjá Ole Gunnar Solskjær í sumar.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var rekinn í desember eftir 3-1 tap gegn Liverpool.
Jose Mourinho var rekinn í desember eftir 3-1 tap gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba skoraði og lagði upp flest mörkin hjá United.
Paul Pogba skoraði og lagði upp flest mörkin hjá United.
Mynd: Getty Images
David de Gea lék alla deildarleiki Man Utd á tímabilinu, hann hefur svo sannarlega átt betri tímabil.
David de Gea lék alla deildarleiki Man Utd á tímabilinu, hann hefur svo sannarlega átt betri tímabil.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford skoraði tíu og lagði upp sex.
Marcus Rashford skoraði tíu og lagði upp sex.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Manchester United í vetur.

Þetta tímabil hefur heldur betur verið tíðindamikið á Old Trafford, Jose Mourinho var stjóri Manchester United þegar tímabilið hófst.
Þeir enduðu hins vegar tímabilið með annan stjóra við stjórnvölin.

Það var pirraður Jose Mourinho sem stýrði liðinu þegar tímabilið fór af stað eftir erfiðleika á félagaskiptamarkaðnum þar sem Mourinho fékk ekki eins marga leikmenn og hann vildi.

Í byrjun október fullyrtu nokkrir enskir fjölmiðlar að Mourinho yrði rekinn eftir leik Manchester United við Newcaslte sama hvernig hann færi, Rauðu djöflarnir höfðu betur 3-2 og Mourinho hélt starfinu. Staðan var orðin mjög slæm um miðjan desember þegar Mourinho fékk sparkið eftir 3-1 tap gegn Liverpool.

Manchester United tilkynnti strax að nýr stjóri yrði kynntur fljótlega sem myndi stýra liðinu út tímabilið, sá stjóri var Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær sem byrjaði á 1-5 útisigri gegn Cardiff og gengið var áfram mjög gott eða þar til má segja um miðjan mars.

Eftir 2-0 tap gegn Arsenal á Emirates þann 10. mars dalaði gengið verulega og stuðningsmenn Manchester United vilja án efa gleyma síðustu vikum tímabilsins sem fyrst þar sem það komu margar mjög slæmar frammistöður.

Það var staðfest í lok mars að Ole Gunnar Solskjær muni stýra Manchester United til frambúðar, það er alveg ljóst að honum bíður erfitt verkefni að endurbyggja þetta lið.

Besti leikmaður Manchester United á tímabilinu:
Enski bakvörðurinn Luke Shaw var valinn besti leikmaður Manchester United á tímabilinu, Shaw var má segja einn sá traustasti í annars frekar slakri varnarlínu liðsins. Hann skoraði eitt mark og lagði upp fjögur í 29 deildarleikjum.

Þessir skoruðu mörkin í vetur:
Paul Pogba: 13 mörk.
Romelu Lukaku: 12 mörk.
Anthony Martial: 10 mörk.
Marcus Rashford: 10 mörk.
Jesse Lingard: 4 mörk.
Juan Mata: 3 mörk.
Ander Herrera: 2 mörk.
Scott McTominay: 2 mörk.
Ashley Young: 2 mörk.
Andreas Pereira: 1 mark.
Victor Lindelöf: 1 mark.
Nemanja Matic: 1 mark.
Fred: 1 mark.
Alexis Sánchez: 1 mark.
Luke Shaw: 1 mark.
Chris Smalling: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Paul Pogba: 9 stoðsendingar.
Marcus Rashford: 6 stoðsendingar.
Luke Shaw: 4 stoðsendingar.
Ander Herrera: 3 stoðsendingar.
Alexis Sánchez: 3 stoðsendingar.
Diogo Dalot: 2 stoðsendingar.
Jesse Lingard: 2 stoðsendingar.
Anthony Martial: 2 stoðsendingar.
Juan Mata: 2 stoðsendingar.
Ashley Young: 2 stoðsendingar.
Marouane Fellaini: 1 stoðsending.
Andreas Pereira: 1 stoðsending.
Phil Jones: 1 stoðsending.
Victor Lindelöf: 1 stoðsending.
Fred: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
David de Gea: 38 leikir.
Paul Pogba: 35 leikir.
Marcus Rashford: 33 leikir.
Romelu Lukaku: 32 leikir.
Victor Lindelöf: 30 leikir.
Ashley Young: 30 leikir.
Luke Shaw: 29 leikir.
Nemanja Matic: 28 leikir.
Jesse Lingard: 27 leikir.
Anthony Martial: 27 leikir.
Chris Smalling: 24 leikir.
Ander Herrera: 22 leikir.
Juan Mata: 22 leikir.
Alexis Sánchez: 20 leikir.
Phil Jones: 18 leikir.
Fred: 17 leikir.
Diogo Dalot: 16 leikir.
Scott McTominay: 16 leikir.
Andreas Pereira: 15 leikir.
Marouane Fellaini: 14 leikir.
Eric Bailly: 12 leikir.
Matteo Darmian: 6 leikir.
Antonio Valencia: 6 leikir.
Marcos Rojo: 5 leikir.
Mason Greenwood: 3 leikir.
Tahith Chong: 2 leikir.
Angel Gomes: 2 leikir.
James Garner: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Manchester United var mjög slök í vetur og ekki hjálpaði það að maðurinn á milli stanganna, David de Gea sem hefur verið einn sá besti síðustu ár var farinn að gera hrikaleg mistök. Liðið fékk á sig 54 mörk og til samanburðar má nefna að í fyrra fengu þeir á sig 28 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba var stigahæsti leikmaður liðsins í Fantasy leiknum, hann fékk 179 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Manchester United fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði því að Manchester United myndi taka 4. sætið, svo fór nú ekki og liðið mun leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili eftir að hafa lent í 6. sæti.

Spáin fyrir enska - 4. sæti: Man Utd

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Manchester United á tímabilinu.
Mirror: Búið að ákveða að reka Mourinho - Sama hvernig fer á morgun
Neville brjálaður yfir fréttum af Mourinho: Man Utd rotið inn að beini
England: Shaqiri kom af bekknum og kláraði Man Utd
Man Utd búið að fá fleiri mörk á sig en í fyrra
Mourinho: Í besta falli endum við í fjórða sæti
Mourinho rekinn frá Manchester United (Staðfest)
Solskjær tekur við Man Utd (Staðfest)
Man Utd fékk Phelan lánaðan frá Ástralíu
„Þetta er alvöru Manchester United"
Solskjær gerir þriggja ára samning við Man Utd (Staðfest)
Solskjær: Fór allt úrskeiðis - Bið stuðningsmenn afsökunar
Luke Shaw valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Man Utd

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6. Manchester United
7. sæti Wolves
8. sæti Everton
9. sæti Leicester City
10. sæti West Ham
11. sæti Watford
12. sæti Crystal Palace
13. sæti Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner