Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. maí 2019 16:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 13. sæti: Newcastle
Benitez stýrði Newcastle í 13. sætið.
Benitez stýrði Newcastle í 13. sætið.
Mynd: Getty Images
Salomon Rondon var frábær.
Salomon Rondon var frábær.
Mynd: Getty Images
Matt Ritchie lagði upp flest mörkin.
Matt Ritchie lagði upp flest mörkin.
Mynd: Getty Images
Fabian Schar var góður í vörninni.
Fabian Schar var góður í vörninni.
Mynd: Getty Images
Ayoze Perez var markahæstur.
Ayoze Perez var markahæstur.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Newcaslte í vetur.

Tímabilið sem nú er að baki var annað tímabil Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í röð. Þeir byrjuðu tímabilið ömurlega, fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í byrjun nóvember þegar liðið sigraði Watford 1-0. En þrátt fyrir mjög slæma byrjun héldu þeir sér að lokum nokkuð örugglega uppi og náðu í alls 45 stig.

Newcastle er heppið að hafa jafn færan stjóra og Rafa Benitez sem nær því allra besta úr leikmönnum liðsins en fær á sama tíma lítið fjármagn til leikmannakaupa. Benitez hefur stýrt Newcaslte frá 2016, framtíð hans hjá félaginu hefur mikið verið í umræðunni þar sem samningur hans rennur út núna eftir tímabilið.

Árangurinn á þessu tímabili er svipaður og á síðasta tímabili, í fyrra náði liðið í 44 stig og endaði í 10. sæti. Þetta tímabilið fékk liðið 45 stig og tók 13. sætið.

Besti leikmaður Newcastle á tímabilinu:
Salomon Rondon var valinn bestur hjá Newcaslte, hann skoraði ellefu mörk og lagði upp sjö í 33 leikjum.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Ayoze Perez: 12 mörk.
Salomon Rondon: 11 mörk.
Fabian Schar: 4 mörk.
Ciaran Clark: 3 mörk.
Joselu: 2 mörk.
Matt Ritchie: 2 mörk.
Christian Atsu: 1 mark.
Isaac Hayden: 1 mark.
Sean Longstaff: 1 mark.
Yoshinori Muto: 1 mark.
Kenedy: 1 mark.
DeAndre Yedlin: 1 mark.
Jonjo Shelvey: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Matt Ritchie: 8 stoðsendingar.
Salomon Rondon: 7 stoðsendingar.
Isaac Hayden: 4 stoðsendingar.
Javier Manquillo: 3 stoðsendingar.
Ayoze Perez: 2 stoðsendingar.
DeAndre Yedlin: 2 stoðsendingar.
Federico Fernandez: 1 stoðsending.
Ki Sung-yueng: 1 stoðsending.
Jamaal Lascelles: 1 stoðsending.
Jacob Murphy: 1 stoðsending.
Kenedy: 1 stoðsending.
Fabian Schar: 1 stoðsending.
Jonjo Shelvey: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Martin Dubravka: 38 leikir.
Ayoze Perez: 37 leikir.
Matt Ritchie: 36 leikir.
Jamaal Lascells: 32 leikir.
Salomon Rondon: 32 leikir.
Mohamed Diame: 29 leikir.
DeAndre Yedlin: 29 leikir.
Christian Atsu: 28 leikir.
Paul Dummett: 26 leikir.
Isaac Hayden: 25 leikir.
Kenedy: 25 leikir.
Fabian Schar: 24 leikir.
Federico Fernandez: 19 leikir.
Ki Sung-yueng: 18 leikir.
Javier Manquillo: 18 leikir.
Yoshinori Muto: 17 leikir.
Joselu: 16 leikir.
Jonjo Shelvey: 16 leikir.
Florian Lejeune: 12 leikir.
Ciaran Clark: 11 leikir.
Miguel Almiron: 10 leikir.
Sean Longstaff: 9 leikir.
Jacob Murphy: 9 leikir.
Antonio Barreca: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Varnarleikur Newcaslte í vetur var nokkuð góður, liðið fékk á sig 48 mörk sem er minna en t.d. Arsenal og Man Utd fengu á sig í vetur.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Besti leikmaður tímabilsins hjá Newcaslte, Salomon Rondon var stigahæstur í Fantasy leiknum vinsæla, hann fékk 148 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Newcastle fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði því að Newcaslte myndi enda tímabilið í 15. sæti, þeir gerðu hins vegar betur en það og tóku 13. sætið.

Spáin fyrir enska - 15. sæti: Newcastle

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Newcastle á tímabilinu
Rafa stendur með reiðum stuðningsmönnum
Newcastle var 19% með boltann - „Vandræðaleg tölfræði"
Shearer hraunar yfir Mike Ashley
Ashley tók pening í stað þess að láta Rafa fá hann
Newcastle ekki enn unnið leik - Gerðist síðast fyrir 120 árum
Benítez: Maður finnur breytingu á andrúmslofti í borginni
Ritchie um Benitez: Auðvitað viljum við hafa hann áfram
Newcastle með jafn mörg stig og í fyrra - Sama mál með mörk skoruð og mörk fengin á sig

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13. Newcastle
14. sæti Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner