Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. maí 2019 14:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 14. sæti: Bournemouth
Ryan Fraser átti frábært tímabil, hann var valinn bestur hjá Borunemouth.
Ryan Fraser átti frábært tímabil, hann var valinn bestur hjá Borunemouth.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe er að vinna mjög flott starf hjá Bournemouth.
Eddie Howe er að vinna mjög flott starf hjá Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Callum Wilson fagnar marki ásamt Ryan Fraser. Wilson var markahæstur með fjórtán mörk og lagði upp níu.
Callum Wilson fagnar marki ásamt Ryan Fraser. Wilson var markahæstur með fjórtán mörk og lagði upp níu.
Mynd: Getty Images
Nathan Ake er öflugur í vörninni.
Nathan Ake er öflugur í vörninni.
Mynd: Getty Images
Joshua King skoraði tólf mörk.
Joshua King skoraði tólf mörk.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Bournemouth í vetur.

Bournemouth lauk sínu fjórða tímabili í röð á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni og þeir munu áfram leika í deild þeirra bestu á Englandi eftir að hafa haldið sér nokkuð örugglega uppi. Liðið var aldrei í mikilli fallhættu og endaði tímabilið í 14. sæti.

Stjórinn Eddie Howe hefur heldur betur gert frábæra hluti með þetta Borunemouth lið sem flestir töldu að færi beint niður aftur eftir að hafa komið upp á sínum tíma.

Liðið vann átta deildarleiki fyrir áramót og fimm eftir áramót, sigurleikirnir voru því alls þrettán. Bournemouth náði 12. sætinu í fyrra þá fékk liðið 44 stig, í stigum talið er árangurinn í ár betri þar sem liðið fékk 45 stig núna.

Besti leikmaður Bournemouth á tímabilinu:
Skotinn Ryan Fraser var valinn bestur hjá Bournemouth á tímabilinu, það er alveg óhætt að segja að hann hafi átt frábært tímabil. Fraser skoraði sjö mörk og lagði upp fjórtán, aðeins Eden Hazard lagði upp fleiri mörk en Fraser í vetur.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Callum Wilson: 14 mörk.
Joshua King: 12 mörk.
David Brooks: 7 mörk.
Ryan Fraser: 7 mörk.
Nathan Aké: 4 mörk.
Dan Gosling: 2 mörk.
Jefferson Lerma: 2 mörk.
Junior Stanislas: 2 mörk.
Steve Cook: 1 mark.
Charlie Daniels: 1 mark.
Jordon Ibe: 1 mark.
Lys Mousset: 1 mark.
Adam Smith: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Ryan Fraser: 14 stoðsendingar.
Callum Wilson: 9 stoðsendingar.
David Brooks: 5 stoðsendingar.
Joshua King: 3 stoðsendingar.
Junior Stanislas: 3 stoðsendingar.
Simon Francis 2 stoðsendingar.
Nathaniel Clyne: 1 stoðsending.
Steve Cook: 1 stoðsending.
Dan Gosling: 1 stoðsending.
Jordon Ibe: 1 stoðsending.
Chris Mepham: 1 stoðsending.
Adam Smith: 1 stoðsending.
Dominic Solanke: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Nathan Aké: 38 leikir.
Ryan Fraser: 38 leikir.
Joshua King: 35 leikir.
Steve Cook: 31 leikur.
David Brooks: 30 leikir.
Jefferson Lerma: 30 leikir.
Callum Wilson: 30 leikir.
Dan Gosling: 25 leikir.
Adam Smith: 25 leikir.
Asmir Begovic: 24 leikir.
Lys Mousset: 24 leikir.
Junior Stanislas: 23 leikir.
Charlie Daniels: 21 leikur.
Jordon Ibe: 19 leikir.
Andrew Surman: 18 leikir.
Simon Francis: 17 leikir.
Nathaniel Clyne: 14 leikir.
Lewis Cook: 13 leikir.
Chris Mepham: 13 leikir.
Artur Boruc: 12 leikir.
Diego Rico: 12 leikir.
Dominic Solanke: 10 leikir.
Jack Simpson: 6 leikir.
Tyrone Mings: 5 leikir.
Jermain Defoe: 4 leikir.
Sam Surridge: 2 leikir.
Mark Travers: 2 leikir.
Emerson Hyndman: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Mjög illa, Bournemouth var með þriðju verstu vörnina í deildinni í vetur og fékk á sig 70 mörk. Það sem bjargaði liðinu frá því að lenda í fallbaráttu var mikil markaskorun.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Ryan Fraser var ekki bara bestur heldur einnig stigahæstur í Fantasy leiknum vinsæla, hann fékk 181 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Bournemouth fyrir tímabilið? Fótbolti.net spáði Bournemouth 16. sætinu, þeir gerðu hins vegar betur en það og tóku 14. sætið.

Spáin fyrir enska - 16. sæti: Bournemouth

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Bournemouth á tímabilinu.
Eddie Howe: Fótbolti virkar ekki þannig
Howe: Rangstöðumarkið breytti gangi leiksins
England: Bournemouth skoraði fjögur gegn Chelsea
Howe brjálaður en náði að grípa tyggjóið
Eddie Howe: Markið þeirra var ljótt
England: Ake tryggði B'mouth sigur í uppbótartíma gegn níu mönnum Spurs

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14. Bournemouth
15. sæti Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner