Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. maí 2019 12:45
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 15. sæti: Burnley
Sean Dyche er búinn að gera mjög góða hluti með Burnley.
Sean Dyche er búinn að gera mjög góða hluti með Burnley.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg skoraði þrjú mörk og lagði upp sex í vetur.
Jóhann Berg skoraði þrjú mörk og lagði upp sex í vetur.
Mynd: Getty Images
Ashley Westwood var valinn bestur hjá Burnley.
Ashley Westwood var valinn bestur hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
Ashley Barnes var markahæstur, hann skoraði 12 mörk.
Ashley Barnes var markahæstur, hann skoraði 12 mörk.
Mynd: Getty Images
Chris Wood skoraði 10 mörk.
Chris Wood skoraði 10 mörk.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Burnley í vetur.

Burnley náði sjöunda sætinu í fyrra og tryggði sér þar með Evrópusæti, liðinu tókst hins vegar ekki að komast í gegnum umspilið. Liðið náði ekki jafn góðum árangri í ár sem er skiljanlegt enda kom liðið öllum á óvart í fyrra.

Liðið byrjaði tímabilið mjög illa og fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í 6. umferð þegar liðið sigraði Bournemouth 4-0. Liðið vann fjóra leiki fyrir áramótin, þeir byrjuðu hins vegar árið 2019 af krafti og töpuðu ekki leik fyrr en 26. febrúar í deildinni.

Eftir þessa góðu stigasöfnun í upphafi árs náði Burnley að halda sæti sínu í deildinni, Burnley mun því leika í ensku úrvalsdeildinni þriðja árið í röð á næsta tímabili. Stjórinn Sean Dyche hefur verið að vinna frábært starf með þennan þunnskipaða leikmannahóp.

Það er ekki hægt að tala um Burnley án þess að minnast aðeins á íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson, Jói hefur verið að glíma við meiðsli öðru hverju í vetur og hefur ekki spilað jafn mikið og hann gerði á síðasta tímabili, í fyrra lék hann 35 leiki en í vetur 29 leiki. Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp sex í þessum 29 leikjum.

Besti leikmaður Burnley á tímabilinu:
Englendingurinn Ashley Westwood var valinn bestur hjá Burnley, Westwood skoraði tvö mörk og lagði upp sjö í 34 deildarleikjum, mikilvægur á miðjunni.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Ashley Barnes: 12 mörk.
Chris Wood: 10 mörk.
Jóhann Berg Guðmundsson: 3 mörk.
Jeff Hendrick: 3 mörk.
Dwight McNeil: 3 mörk.
James Tarkowski: 3 mörk.
Sam Vokes: 3 mörk.
Ashley Westwood: 2 mörk.
Jack Cork: 1 mark.
Ben Gibson: 1 mark.
Aaron Lennon: 1 mark.
Matej Vydra: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Ashley Westwood: 7 stoðsendingar.
Jóhann Berg Guðmundsson: 6 stoðsendingar.
Dwight McNeil: 5 stoðsendingar.
Ashley Barnes: 2 stoðsendingar.
Jack Cork: 2 stoðsendingar.
Ben Mee: 2 stoðsendingar.
Chris Wood: 2 stoðsendingar.
Robbie Brady: 1 stoðsending.
Aaron Lennon: 1 stoðsending.
Kevin Long: 1 stoðsending.
James Tarkowski: 1 stoðsending.
Charlie Taylor: 1 stoðsending.
Matej Vydra: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Ben Mee: 38 leikir.
Charlie Taylor: 38 leikir.
Chris Wood: 38 leikir.
Ashley Barnes: 37 leikir.
Jack Cork: 37 leikir.
James Tarkowski: 35 leikir.
Ashley Westwood: 34 leikir.
Jeff Hendrick: 32 leikir.
Jóhann Berg Guðmundsson: 29 leikir.
Matthew Lowton: 21 leikur.
Dwight McNeil: 21 leikur.
Sam Vokes: 20 leikir.
Phil Bardsley: 19 leikir.
Joe Hart: 19 leikir.
Tom Heaton: 19 leikir.
Aaron Lennon: 16 leikir.
Robbie Brady: 16 leikir.
Matej Vydra: 13 leikir.
Steven Defour: 6 leikir.
Kevin Long: 6 leikir.
Peter Crouch: 6 leikir.
Stephen Ward: 3 leikir.
Ben Gibson: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Varnarleikurinn hjá Burnley var mjög slæmur fyrri hluta tímabilsins en skánaði svo mikið eftir áramótin. Liðið fékk á sig 68 mörk í vetur.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Chirs Wood skoraði tíu mörk fyrir Burnley í vetur og lagði upp tvö, hann fékk flest stigin, 131 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Burnley fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði Burnley í 12. sæti, Burnley endaði hins vegar tímabilið í 15. sæti.

Spáin fyrir enska - 12. sæti: Burnley

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Burnley á tímabilinu
Dyche: Guðmundsson er að spila afar vel þessa stundina
Fáir gera betur en Jói Berg - „Í hæsta klassa"
Jói Berg: Held að bara Liverpool og Man City komi til greina
Dyche hrósar 19 ára leikmanni Burnley í hástert
England: Jói Berg lagði upp sigurmarkið í mögnuðum sigri
Forsetinn sá Burnley vinna Tottenham
Gylfi frábær og Jóhann Berg eldsnöggur að leggja upp

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15. Burnley
16. sæti Southampton
17. sæti Brighton
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner