Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 16. maí 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hungrið er enn til staðar hjá Abramovich
Roman Abramovich.
Roman Abramovich.
Mynd: Getty Images
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur ekki getað mætt á leiki liðsins á þessari leiktíð vegna þess að hann gat ekki endurnýjað landvistarleyfi sitt í Bretlandi.

Abramovic er frá Rússlandi en það ríkir mikil ólga á milli Rússlands og Bretlands.

Sögusagnir hafa verið um það að Abramovich sé mögulega tilbúinn að selja félagið, en David Luiz, varnarmaður Chelsea, segir það fjarri sannleikanum.

Luiz ræddi við Abramovich áður en hann skrifaði undir nýjan samning í síðasta mánuði.

„Hann elskar félagið og allt í tengslum við félagið, ekki bara fólkið. Hann vill vinna allt, hann vill gera meira," sagði Luiz að því er kemur fram á Independent.

„Þetta hefur verið erfitt fyrir hann, hann hefur verið fjarri góðu gamni en hjarta hans er hérna. Hann reynir að taka þátt í starfi félagsins á hverjum degi. Hann er enn mjög ástríðufullur gagnvart félaginu. Hungið er enn til staðar."

Abramovich eignaðist Chelsea 2003 og hefur félagið náð frábærum árangri í valdatíð hans.

Á nýliðnu tímabili hafnaði Chelsea í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er félagið einnig komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem mótherjinn verður Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner