Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fim 16. júní 2022 23:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi
,,Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi.''
,,Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er sárt að tapa þessum leik á síðustu mínútunni, mér fannst við ekki eiga það skilið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 2 tap gegn Val í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

„Fyrst og fremst er ég ánægður með liðið mitt, þetta var góður leikur hjá okkur, frábær leikur, og sterkt að koma til baka eftir að hafa grafið okkur holu í fyrri hálfleik. Ég hef sagt það áður þegar við unnum nokkra leiki í röð fyrir pásu þá var ég ekki alltaf sáttur því mér fannst frammistaðan ekki alltaf eins og maður vildi. En mér fannst frammistaðan til staðar í dag og ég er stoltur af liðinu og hef engar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur þegar við höltrum í gegnum leiki en þessi frammistaða gefur bara góð fyrirheit fyrir framhaldið."

Valur skoraði sigurmarkið í leiknum seint. En var sigurmarkið kostnaður af því að Blikar hafi reynt að vinna leikinn?

„Jájá, það má alveg til sanns vegar færa að það hafi verið það. En það var ekkert annað í stöðunni en að sækja þetta mark. Við vorum með þennan leik algjörlega í hendi okkar og ekkert annað í stöðunni en að sækja það. Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi. Þú færð högg en þá verðurðu að geta horft á frammistöðuna og hún gaf góð fyrirheit. Við mætum á móti KA og ætlum að spila enn betur en í dag."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en þar ræðir hann meðal annars orðróm um AGF og hvort hann vilji fara erlendis í þjálfun.


Athugasemdir
banner
banner