Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   fim 16. júní 2022 23:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi
,,Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi.''
,,Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er sárt að tapa þessum leik á síðustu mínútunni, mér fannst við ekki eiga það skilið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 2 tap gegn Val í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

„Fyrst og fremst er ég ánægður með liðið mitt, þetta var góður leikur hjá okkur, frábær leikur, og sterkt að koma til baka eftir að hafa grafið okkur holu í fyrri hálfleik. Ég hef sagt það áður þegar við unnum nokkra leiki í röð fyrir pásu þá var ég ekki alltaf sáttur því mér fannst frammistaðan ekki alltaf eins og maður vildi. En mér fannst frammistaðan til staðar í dag og ég er stoltur af liðinu og hef engar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur þegar við höltrum í gegnum leiki en þessi frammistaða gefur bara góð fyrirheit fyrir framhaldið."

Valur skoraði sigurmarkið í leiknum seint. En var sigurmarkið kostnaður af því að Blikar hafi reynt að vinna leikinn?

„Jájá, það má alveg til sanns vegar færa að það hafi verið það. En það var ekkert annað í stöðunni en að sækja þetta mark. Við vorum með þennan leik algjörlega í hendi okkar og ekkert annað í stöðunni en að sækja það. Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi. Þú færð högg en þá verðurðu að geta horft á frammistöðuna og hún gaf góð fyrirheit. Við mætum á móti KA og ætlum að spila enn betur en í dag."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en þar ræðir hann meðal annars orðróm um AGF og hvort hann vilji fara erlendis í þjálfun.


Athugasemdir
banner
banner