29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 16. júní 2022 23:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi
,,Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi.''
,,Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er sárt að tapa þessum leik á síðustu mínútunni, mér fannst við ekki eiga það skilið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 2 tap gegn Val í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

„Fyrst og fremst er ég ánægður með liðið mitt, þetta var góður leikur hjá okkur, frábær leikur, og sterkt að koma til baka eftir að hafa grafið okkur holu í fyrri hálfleik. Ég hef sagt það áður þegar við unnum nokkra leiki í röð fyrir pásu þá var ég ekki alltaf sáttur því mér fannst frammistaðan ekki alltaf eins og maður vildi. En mér fannst frammistaðan til staðar í dag og ég er stoltur af liðinu og hef engar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur þegar við höltrum í gegnum leiki en þessi frammistaða gefur bara góð fyrirheit fyrir framhaldið."

Valur skoraði sigurmarkið í leiknum seint. En var sigurmarkið kostnaður af því að Blikar hafi reynt að vinna leikinn?

„Jájá, það má alveg til sanns vegar færa að það hafi verið það. En það var ekkert annað í stöðunni en að sækja þetta mark. Við vorum með þennan leik algjörlega í hendi okkar og ekkert annað í stöðunni en að sækja það. Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi. Þú færð högg en þá verðurðu að geta horft á frammistöðuna og hún gaf góð fyrirheit. Við mætum á móti KA og ætlum að spila enn betur en í dag."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en þar ræðir hann meðal annars orðróm um AGF og hvort hann vilji fara erlendis í þjálfun.


Athugasemdir
banner