Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   fim 16. júní 2022 23:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi
,,Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi.''
,,Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er sárt að tapa þessum leik á síðustu mínútunni, mér fannst við ekki eiga það skilið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 2 tap gegn Val í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

„Fyrst og fremst er ég ánægður með liðið mitt, þetta var góður leikur hjá okkur, frábær leikur, og sterkt að koma til baka eftir að hafa grafið okkur holu í fyrri hálfleik. Ég hef sagt það áður þegar við unnum nokkra leiki í röð fyrir pásu þá var ég ekki alltaf sáttur því mér fannst frammistaðan ekki alltaf eins og maður vildi. En mér fannst frammistaðan til staðar í dag og ég er stoltur af liðinu og hef engar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur þegar við höltrum í gegnum leiki en þessi frammistaða gefur bara góð fyrirheit fyrir framhaldið."

Valur skoraði sigurmarkið í leiknum seint. En var sigurmarkið kostnaður af því að Blikar hafi reynt að vinna leikinn?

„Jájá, það má alveg til sanns vegar færa að það hafi verið það. En það var ekkert annað í stöðunni en að sækja þetta mark. Við vorum með þennan leik algjörlega í hendi okkar og ekkert annað í stöðunni en að sækja það. Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi. Þú færð högg en þá verðurðu að geta horft á frammistöðuna og hún gaf góð fyrirheit. Við mætum á móti KA og ætlum að spila enn betur en í dag."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en þar ræðir hann meðal annars orðróm um AGF og hvort hann vilji fara erlendis í þjálfun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner