Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 16. júní 2022 23:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi
,,Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi.''
,,Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er sárt að tapa þessum leik á síðustu mínútunni, mér fannst við ekki eiga það skilið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 2 tap gegn Val í Bestu-deild karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

„Fyrst og fremst er ég ánægður með liðið mitt, þetta var góður leikur hjá okkur, frábær leikur, og sterkt að koma til baka eftir að hafa grafið okkur holu í fyrri hálfleik. Ég hef sagt það áður þegar við unnum nokkra leiki í röð fyrir pásu þá var ég ekki alltaf sáttur því mér fannst frammistaðan ekki alltaf eins og maður vildi. En mér fannst frammistaðan til staðar í dag og ég er stoltur af liðinu og hef engar áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur þegar við höltrum í gegnum leiki en þessi frammistaða gefur bara góð fyrirheit fyrir framhaldið."

Valur skoraði sigurmarkið í leiknum seint. En var sigurmarkið kostnaður af því að Blikar hafi reynt að vinna leikinn?

„Jájá, það má alveg til sanns vegar færa að það hafi verið það. En það var ekkert annað í stöðunni en að sækja þetta mark. Við vorum með þennan leik algjörlega í hendi okkar og ekkert annað í stöðunni en að sækja það. Lífið heldur áfram, það er alveg eins og í lífinu sjálfu að þú ferð ekki í gegnum allt á bleiku skýi. Þú færð högg en þá verðurðu að geta horft á frammistöðuna og hún gaf góð fyrirheit. Við mætum á móti KA og ætlum að spila enn betur en í dag."

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan en þar ræðir hann meðal annars orðróm um AGF og hvort hann vilji fara erlendis í þjálfun.


Athugasemdir
banner
banner