Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 15:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Slóveníu og Danmerkur: Höjlund fremstur
Mynd: Getty Images

C riðill á EM hefst í dag og fyrstu umferðinni lýkur svo í kvöld. Fyrst mætast Slóvenía og Danmörk en byrjunarlið liðanna eru komin í hús.


Danska liðið er gríðarlega sterkt en Kasper Schmeichel er í markinu. Fyrir framan hann eru menn á borð við Andreas Christensen og Joachim Andersen. Manchester United mennirnir Rasmus Höjlund og Christian Eriksen eru svo í sókninni.

Hjá Slóveníu er einn best spennandi framherji Evrópu um þessar mundir, Benjamin Sesko, en hann var lengi vel orðaður við Arsenal áður en hann ákvað að skrifa undir nýjan samning hjá RB Leipzig.

Jan Oblak leikmaður Atletico Madrid er í markinu. Fyrstu umferð C-riðils lýkur svo í kvöld þegar England mætir Serbíu.

Slóvenía: Oblak, Karnicnik, Drkusic, Bijol, Janza, Stojanovic, Cerin, Elsnik, Sporar, Sesko, Mlakar

Danmörk: Schmeichel, Andersen, Christensen, Vestergaard, Bah, Hjulmand, Hojbjerg, Kristiansen, Eriksen, Wind, Hojlund


Athugasemdir
banner
banner