Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 16. júní 2024 14:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ensk úrvalsdeildarfélög á eftir Jóni Degi eftir markið á Wembley
Jón Dagur fagnar marki sínu gegn Englandi
Jón Dagur fagnar marki sínu gegn Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er á óskalista nokkurra félaga í ensku úrvalsdeildinni en Mirror greinir frá þessu.


Mirror nefnir Newcastle, West Ham og Leicester til sögunnar en Leicester er talið vera í bílstjórasætinu af liðum í úrvalsdeildinni.

Jón Dagur, sem skoraði mark Íslands í sigri gegn Englandi á Wembley á dögunum, er leikmaður Leuven í Belgíu en sömu eigendur eiga Leuven og Leicester. Samningur hans við belgíska liðið rennur út næsta sumar.

Eftir landsleikinn gegn Englandi hefur áhuginn á Jóni Degi margfaldast, sérstaklega hjá félögum í úrvalsdeildinni. Jón Dagur þekkir til á Englandi en hann var í unglingaliði Fulham tímabilið 2018-2019.

Jón Dagur skoraði sjö mörk og lagði upp sjö til viðbótar fyrir Leuven á síðustu leiktíð.


Hákon skammaði Jón Dag fyrir að skora ekki tvö - „Það var bara fyndið“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner