Um 80 þúsund manns mættu á hinn tignarlega Santiago Bernabeu leikvang til að hylla nýjustu stórstjörnu Real Madrid, franska landsliðsmanninn Kylian Mbappe.
Mikið var um dýrðir þegar Mbappe var kynntur en foreldrar hans, Florentino Pérez forseti Real Madrid og stórstjarnan Zinedine Zidane voru meðal þeirra sem veittu honum félagsskap á sviðinu.
„Vá það er magnað að vera mættur hingað. Ég hef í mörg ár átt þann draum að spila hérna og í dag er ég ánægður strákur," sagði Mbappe við viðstadda.
Allt trylltist af fögnuði á vellinum þegar hann kyssti merki Real Madrid og móðir hans, Fayza Lamari, sást gráta gleðitárum.
Mbappe er 25 ára og er einn besti fótboltamaður heims. Hann kemur til Real Madrid eftir að hafa leikið fyrir PSG síðan 2018.
Mikið var um dýrðir þegar Mbappe var kynntur en foreldrar hans, Florentino Pérez forseti Real Madrid og stórstjarnan Zinedine Zidane voru meðal þeirra sem veittu honum félagsskap á sviðinu.
„Vá það er magnað að vera mættur hingað. Ég hef í mörg ár átt þann draum að spila hérna og í dag er ég ánægður strákur," sagði Mbappe við viðstadda.
Allt trylltist af fögnuði á vellinum þegar hann kyssti merki Real Madrid og móðir hans, Fayza Lamari, sást gráta gleðitárum.
Mbappe er 25 ára og er einn besti fótboltamaður heims. Hann kemur til Real Madrid eftir að hafa leikið fyrir PSG síðan 2018.
???? Kylian Mbappé: "1, 2, 3... ¡Hala Madrid!" pic.twitter.com/XRtKNFRoc6
— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) July 16, 2024
Athugasemdir