Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
   fös 16. ágúst 2019 21:03
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Sé eftir ákveðnum stigum
Eysteinn Húni Hauksson
Eysteinn Húni Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Keflavík vann sigur á liði Víkings frá Ólafsvík í Keflavík í miklum rokleik í kvöld. Vindurinn setti mikinn svip á leikinn og áttu leikmenn oft á tíðum erfitt með að hemja boltann í sterkum vindinum.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Víkingur Ó.

Keflavík hefur gengið bölvanlega að sækja sigra á heimavelli í sumar en hafa nú unnið síðustu tvo heimaleiki sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir Eystein Húna Hauksson þjálfara liðsins.

„Já heldur betur. Eftir það sem hefur verið erfitt hérna heima eftir fyrstu leikina en núna virkilega sér maður eftir ákveðnum stigum .“

Batamerki hafa verið á leik Keflavíkur að undanförnu eftir vægast sagt brösótt gengi um miðbik mótsins.
Er Eysteinn farinn að sjá þroskamerki á liðinu?

„Já það var mjög sterkt að ná að klára þennan leik ekki spurning. Það sem að kláraði leikinn var það að menn voru tilbúnir að hlaupa inn á þau svæði þar sem hætturnar eru og svo er náttúrulega það sem ég er að segja við þá þessa sóknarmenn að það eru einstaklingsgæði sem að gera út um svona leiki.“

Sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner