Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis R., var kátur með sigur gegn Þrótti fyrr í kvöld en þó ekki sérlega hrifinn af spilamennsku sinna manna.
„Þetta var hægasti hálfleikur sem við höfum spilað í allt sumar. Ég er ekki nógu ánægður með þennan fyrri hálfleik," sagði Siggi að leikslokum.
„Ég ræddi við strákana fyrir leik að passa að það væri ekki svona haustbragur á þessu, við þyrftum að halda ákefðinni uppi og spila hratt."
Það gekk þó ekki upp en stigin þrjú skiluðu sér og er Leiknir aðeins þremur stigum frá Þór sem er í öðru sæti Inkasso-deildarinnar.
„Við ætlum að reyna að taka þátt í að vera þarna uppi. Þetta var risaskref í dag að klára þennan leik, það gefur okkur búst. Við þurfum að horfa aðeins innávið því við getum gert betur en við sýndum í dag."
Athugasemdir