fim 16. september 2021 15:35
Elvar Geir Magnússon
Brotist inn og verðlaunapeningum stolið á meðan hann spilaði í Meistaradeildinni
Reece James í baráttu við Douglas Santos í leik Chelsea og Zenit.
Reece James í baráttu við Douglas Santos í leik Chelsea og Zenit.
Mynd: Getty Images
Brotist var inn á heimili Reece James, bakvarðar Chelsea, á meðan hann var að spila gegn Zenit frá Pétursborg í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Silfurmedalíu hans frá EM alls staðar, gullmedalíunni frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gullmedalíunni frá Ofurbikar Evrópu var stolið.

James segir frá þessu á Instagram. Hann segir að sem betur fer hafi enginn verið á heimilinu þegar ránið átti sér stað og hann sé öruggur.

„Hópur manna náði að bera saman öryggisskáp með persónulegum eigum mínum inn í bílinn sinn. Ég geymi aldrei skartgripina mína í húsinu mínu. Í skápnum voru verðlaunapeningarnir mínir," segir James.

Hann segir að afrek sín verði aldrei tekin af sér en vonast eftir því að endurheimta verðlaunapeningana og biðlar til þeirra sem hafa upplýsingar að koma þeim til lögreglu.


Athugasemdir
banner
banner