fös 16. október 2020 15:48
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Ætlar að biðja Víði um að halda áfram í íþróttamálum
Víðir er fyrrum starfsmaður KSÍ.
Víðir er fyrrum starfsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætar að óska eftir því við Víði Reynisson yfirlögregluþjón að hann haldi áfram hlutverki sínu í samskiptum og ákvarðanatöku varðandi íþróttamál í Covid-19 faraldrinum.

Þetta segir Þórólfur í samtali við Vísi.

„Ég tek á mig alla ábyrgð í þessu máli og þetta er sérstaklega slæmt fyrir mig vegna fyrri tenginga minna við íþróttastarfið. Ég held að það sé augljóst að ég mun ekki tengjast meira úrlausnum íþróttamála á næstunni," sagði Víðir þegar hann viðurkenndi að hafa gert mistök með því að leyfa Erik Hamren og Frey Alexanderssyni að vera í glerbúri á Laugardalsvelli þegar þeir voru í sóttkví.

Þórólfur vill hinsvegar ekki missa Víði úr sínum störfum er varða íþróttamál og ætlar að biðja hann um að halda áfram.

„Ég á eftir að tala við Víði, því hann er alveg ómetanlegur í þessari vinnu. Það er vandséð hver getur tekið við af honum þar. Ég held að þessi hlutur sem kom upp þarna gefi ekki endilega tilefni til þess að hann hætti þeirri vinnu," segir Þórólfur við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner